Fundur nr. 294 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 294

Fundur nr. 294

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 11. desember var haldinn 294. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.33. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl og Herdís Anna Þorvaldsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Trausti Harðarson. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.fsmanna: Signý Pálsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundaritari:: 
Inga María Leifsdóttir
 1. Fram fer umræða um styrki menningar- og ferðamálaráðs 2018. RMF17080004

   

  Formaður ráðgefandi faghóps um styrki ráðsins tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

   

  Kl. 13.34 tekur Stefán Benediktsson sæti á fundinum.

  Kl. 13.36 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

  Kl. 13.42 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.

  Greinargerð faghóps styrkja 2018 - TRÚNAÐARMÁL
  Tillögur faghóps að styrkjum 2018 1 - TRÚNAÐARMÁL
  Tillögur faghóps að styrkjum 2018 2 - TRÚNAÐARMÁL
 2. Fram fer kynning á bráðabirgðaviðgerðum á útilistaverkum í eigu Reykjavíkurborgar.

  Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Sigurður Trausti Traustason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

 3. Fram fer kynning á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves árið 2017. RMF16080010

  Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  Kl. 15.43 víkur Trausti Harðarson af fundinum.

  Fylgigögn

 4. Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

   

  Lagt er til að menningar- og ferðamálaráð hefji skoðun á hugmynd þeirri/verkefni að setja upp listamanna hannaðan áhorfendabekk/áhorfendastúku sem gæti tekið góðan fjölda í sæti, við sjóinn meðfram Sæbraut fyrir ferðamenn og borgarbúa til að fjöldinn gæti setið saman og horft á Esjuna, Skarðsheiði, Akrafjall og fylgst með fallegri náttúru Íslands við höfuðborgina. Áhorfendastúkur eins og þessar eru þekktar á ferðamannastöðum þar sem fólk þarf að fá góðan tíma til að njóta þess að horfa á umhverfið, náttúruna og annað fólk í leik og starfi. Vinsælir bekkir/stúkur eins og þessar í erlendum borgum eru t.d. rauðu tröppurnar við Times Square í New York og tröppurnar við Robson Square í Vancouver.

   

  Frestað.

Fundi slitið klukkan 15:55

Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen
Margrét Norðdahl
Herdís Anna Þorvaldsdóttir
Stefán Benediktsson
Börkur Gunnarsson
Þorgerður Agla Magnúsdóttir

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

1 + 3 =