Menningar- og ferðamálaráð
Ár 2017, mánudaginn 13. nóvember var haldinn 292. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson og Örn Þórðarson. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Trausti Harðarson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.
Fundaritari::
Inga María Leifsdóttir
-
Fram fer kynning á fundaumsjónakerfinu fundur.reykjavik.is.
Bjarni Þóroddsson, sérfræðingur á skrifstofu borgarstjórnar, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 13.33 tekur Þorgerður Agla Magnúsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 13.34 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.
-
Fram fer kynning á árshlutauppgjöri menningar- og ferðamálasviðs fyrir janúar – september 2017. RMF17050011
- Kl. 13.48 tekur Arna Schram sæti á fundinum.
Embættisafgreiðslur Borgarsögusafns
Innkaup/gjafir Listasafns Reykjavíkur
Greinargerð menningar- og ferðamálasviðs
Ferðakostnaður menningar- og ferðamálasviðs jan-sept 2017
Innkaup menningar- og ferðamálasviðs 2017
Fjárhagsstaða 2017
Skorkort jan-sept 2017 -
Lögð fram að nýju drög að aðgerðaáætlun Menningarstefnu fyrir 2018. RMF 17100007
Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.
Fylgigögn
Aðgerðaáætlun menningarstefnu 2018
Aðgerðaáætlun menningarstefnu 2018 með sýnilegum breytingum. Drög. -
Lögð fram tillaga að skipan dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2017.
Samþykkt að dómnefndia skipi Úlfhildur Dagsdóttir formaður, Börkur Gunnarsson og Þórarinn Eldjárn sem tilnefndur var af Rithöfundasambandi Íslands. RMF17090005
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um auka framlag til að ráða starfskraft fyrir Reykjavik Loves, sbr. 5. lið lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 9. október 2017. Einnig lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs um tillöguna. RMF17100003
Frestað.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, árið 2017. RMF16080010
Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á framkvæmd tendrun friðarsúlunnar árið 2017. RMF17090006
Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða, og Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar til menningar- og ferðamálasviðs, dags. 3. október 2017, þar sem óskað er umsagnar um bréf mannréttindastjóra, dags. 28.9.2017 varðandi færslu fjölmenningardags frá mannréttindaskrifstofu til menningar- og ferðamálasviðs. RMF17100001
Halldóra Gunnarsdóttir, sérfræðingur í jafnréttismálum, Joanna Marckinkowska, sérfræðingur í innflytjendamálum á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, formaður mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ljósi þess að RIFF Kvikmyndahátíð, hefur fengið árlega veglega styrki frá Reykjavíkurborg er óskað eftir nýjasta ársreikning RIFF.
Fundi slitið klukkan 16:13
Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen
Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson
Örn Þórðarson
Börkur Gunnarsson
Þorgerður Agla Magnúsdóttir