Fundur nr. 291 | Reykjavíkurborg

Fundur nr. 291

Fundur nr. 291

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 23. október var haldinn 291. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.32. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Stefán Benediktsson, Marta Guðjónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Jóna Björg Sætran. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir og Jóna Hlíf Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Signý Pálsdóttir, Huld Ingimarsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundaritari:: 
Inga María Leifsdóttir
 1. Lagt fram svar skrifstofu menningar- og ferðamálasviðs, dags. 23. október 2017 við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins um starfshóp um Grásleppuskúrana sbr. 8. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 25. september 2017. RMF 17080007

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Starfshópur um varðveislu menningarminja við Grímstaðavör hefur ekki verið formlega lagður niður og hefur einungis skilað af sér áfangaskýrslu en ekki lokaskýrslu. Það verður að teljast óeðlileg stjórnsýsla að starfshópar gufi upp án nokkurra skýringa og þeir ljúki ekki því hlutverki sem þeim er ætlað. Mikil vinna hefur farið fram um varðveislu umræddra menningarminja og því mikilvægt að starfshópurinn fái að ljúka sínu hlutverki og skili skýrslu um störfsín með tillögum og hugmyndum um hvernig þessar menningarminjar verði best varðveittar.

 2. Lögð fram drög að aðgerðaáætlun Menningarstefnu Reykjavíkurborgar 2018. RMF 17100007

  Kl. 13.44 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

  Aðgerðaáætlun menningarstefnu 2018 með sýnilegum breytingum. Drög.
  Aðgerðaáætlun menningarstefnu 2018. Drög.
 3. Fram fer umræða um Menningarnótt 2017. RMF17010004

  Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, og Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  Fylgigögn

  Bókanir við dagskrárlið: 

  Menningar- og ferðamálaráð leggur fram svohljóðandi bókun:

  Menningar- og ferðamálaráð þakkar fyrir glæsilega framkvæmd og utanumhald á Menningarnótt 2017. Sem fyrr var dagskráin metnaðarfull og spennandi og ekki sakaði stórfínt veður.

 4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. október 2017, sbr. samþykkt borgarráðs sama dag, á viðbótarframlagi við fjárhagsramma menningar- og ferðamálasviðs vegna greiðslu til listamanna. Einnig er lögð fram tillaga og greinargerð borgarstjóra dags. 10. október 2017, ásamt fylgigögnum. RMF15110010

  Fylgigögn

 5. Fram fer kynning á afgreiðslu borgarráðs á tillögu borgarstjóra dags. 10. október 2017 sem samþykkt var í borgarráði dags. 12. október 2017 um samninga vegna dansverkstæðis á Hjarðarhaga. RMF17060007

  Kl. 15:10 víkur Jóna Hlíf Halldórsdóttir af fundinum.

  Fylgigögn

 6. Lagt fram yfirlit yfir innkomnar umsóknir um styrki úr borgarsjóði til menningarmála 2018 og yfirlit yfir fjármuni til ráðstöfunar. Trúnaðarmál þar til úthlutun styrkja hefur verið gerð opinber og fjárhagsáætlun samþykkt. RMF17080004

  Kl. 15:22 víkur Arna Schram af fundinum.

  Skipting á styrkjapotti 2018
  Yfirlit yfir umsóknir um styrki til menningarmála 2018
 7. Lögð fram tillaga um að stjórn Vetrarhátíðar 2018 skipi Guðmundur Birgir Halldórsson formaður, viðburðarstjóri MOF, Sigrún Sirra Sigurðardóttir, fulltrúi Listasafns Reykjavíkur, Ágústa Rós Árnadóttir, fulltrúi Borgarsögusafns Reykjavíkur, Guðrún Dís Jónatansdóttir, fulltrúi Borgarbókasafns Reykjavíkur, Gerður Sveinsdóttir, fulltrúi ÍTR, Ólöf Breiðfjörð, fulltrúi Kópavogs, Andri Ómarsson, fulltrúi Hafnarfjarðar. RMF17100004

  Samþykkt.

  Kl. 15:35 víkur Stefán Benediktsson af fundinum.

  Fylgigögn

 8. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

  Hlemmur var áður fyrr áningarstaður fyrir hestalestir áður en haldið var úr bænum. Reykjavíkurborg stóð fyrir því, á sjötta áratug 20. aldar,  að gerð var höggmynd eftir Sigurjón Ólafsson, Klyfjahesturinn, sem upphaflega átti að vera á Hlemmi. Ekki varð  úr því og hún sett niður milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar. Nú er hins vegar búið að koma styttunni fyrir á Hlemmi þar sem upphaflega stóð til að hún yrði. Hins vegar hefur vatnsþrónni, sem hafði það hlutverk, að brynna hestunum ekki verið endurgerð og komið upp eins og upphaflega stóð til.   Það færi vel á því að endurgera vatnsþróna og koma henni fyrir þar sem hún stóð en þannig myndum við undirstrika enn frekar sögulegt gildi staðarins að Hlemmur hafi verið helsti áningarstaður hestamanna á leið úr bænum. Lagt er til að Borgarsögusafni og umhverfis- og skipulagssviði verði falið að útfæra hugmyndina.

  Frestað.

Elsa Hrafnhildur Yeoman
Þórgnýr Thoroddsen
Margrét Norðdahl
Stefán Benediktsson
Marta Guðjónsdóttir
Þorgerður Agla Magnúsdóttir
Jóna Björg Sætran

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 3 =