Menningar- og ferðamálaráð - Fundur nr. 290

Menningar- og ferðamálaráð

Ár 2017, mánudaginn 9. október var haldinn 290. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst hann kl. 13.31. Viðstaddir: Elsa Hrafnhildur Yeoman, Þórgnýr Thoroddsen, Margrét Norðdahl, Aron Leví Beck, Marta Guðjónsdóttir og Þorgerður Agla Magnúsdóttir. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina: Trausti Harðarson. Áheyrnarfulltrúi BÍL: Kolbrún Halldórsdóttir. Af hálfu starfsmanna: Arna Schram, Signý Pálsdóttir, Heiðrún Aðalsteinsdóttir og Inga María Leifsdóttir sem ritaði fundargerð.

Fundaritari:: 

Inga María Leifsdóttir

  1. Lögð fram að nýju drög að fjárhagsáætlun 2018, sbr. 2. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 11. september 2017, ásamt greinargerð. RMF17030006

    Greinargerð menningar- og ferðamálasviðs 2018. Trúnaðarmál.

    Starfsáætlun menningar- og ferðamálasviðs 2018. Trúnaðarmál.

  2. Forstöðumenn Höfuðborgarstofu, Reykjavíkur bókmenntaborgar, Borgarsögusafns, Listasafns Reykjavíkur og Borgarbókasafns kynna drög að fjárhagsáætlun og helstu verkefni komandi árs. RMF17030006

    Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu, Guðbrandur Benediktsson, safnstjóri Borgarsögusafns Reykjavíkur, Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður og Lára Aðalsteinsdóttir og Kristín Viðarsdóttir, verkefnastjórar Reykjavíkur Bókmenntaborgar, taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    - kl. 13.55 tekur Börkur Gunnarsson sæti á fundinum.

    - kl. 14.41 víkur Marta Guðjónsdóttir af fundinum.

    - kl. 14.41 tekur Örn Þórðarson sæti á fundinum.

    - kl. 15.57 víkur Signý Pálsdóttir af fundinum.

    Borgarbókasafn áætlun 2018

    Höfuðborgarstofa áætlun 2018

    Borgarsögusafn áætlun 2018

    Listasafn Reykjavíkur áætlun 2018

    Bókmenntaborgin áætlun 2018

  3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar og flugvallarvina um breytta skipan í ráðgefandi faghóp um styrki menningar- og ferðamálaráðs, sbr. 8. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá. 11. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn Bandalags íslenskra listamanna, dags. 29. september 2017, og umsögn Hönnunarmiðstöðvar Íslands, dags. 2. október 2017. RMF17090002

    Tillagan er felld með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiða tvö atkvæði með tillögunni.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata taka undir umsagnir Bandalags íslenskra listamanna og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Telur ráðið góða stjórnsýsluhætti viðhafða við styrkveitingar og aðkoma ráðsins á ólíkum stigum styrkveitinga sé nægileg.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju tillaga Framsóknar og flugvallarvina um viðbótar styrktarpott, sbr. 9. lið fundargerðar menningar- og ferðamálaráðs frá 11. september 2017. RMF17090007

    Tillagan er felld með sjö atkvæðum Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Pírata og Sjálfstæðisflokksins.

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata taka undir að mikilvægt er að auka fjármuni til menningarstarfs, þess vegna er nú búið að auka um 30 milljónir í ramma menningar- og ferðamálasviðs. Þar af fóru 20.650.000.- kr. í styrkjapottinn sem úthlutað er úr einu sinni á ári.

    Fylgigögn

  5. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Vörumerkið „REYKJAVÍK LOVES“ hefur verið unnið vel og markvisst með undanfarin ár af Höfuðborgarstofu og innan Reykjavíkurborgar. Nú er komið að þeim tímapunkti að færa þarf vörumerkið og vörur tengdar því á næsta stig í markaðssókn og nýtingu til að styðja við Reykjavíkurborg sem ferðmannaborg og til að styðja við og stuðla að aukinni sölu á vörum undir vörumerkinu s.s. „REYKJAVÍK LOVES The City Card“. Menningar- og ferðamálaráð samþykkir því að veita sérstakt auka fjárframlag fyrir árið 2018 sem geti stutt við eitt stöðugildi til eins árs sem tilraunaverkefni til stuðnings við verkefnið, auk sambærilegrar upphæðar til efnis og þjónustukaupa, þannig styður ráðið við aukna sölu á tekjugefandi þjónustu og vörum Reykjavíkurborgar.

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 16:06

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Þórgnýr Thoroddsen

Margrét Norðdahl

Aron Leví Beck

Börkur Gunnarsson

Þorgerður Agla Magnúsdóttir