Velferðarráð
Ár 2013, fimmtudaginn 17. janúar var haldinn 203. fundur velferðarráðs og hófst hann kl. 12.45 að Borgartúni 12-14. Mættir: Björk Vilhelmsdóttir, Heiða Kristín Helgadóttir, Sverrir Bollason, Karl Sigurðsson, Áslaug María Friðriksdóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Elín Sigurðardóttir. Af hálfu starfsmanna: Stella K. Víðisdóttir, Ellý A. Þorsteinsdóttir, Hörður Hilmarsson, Hulda Dóra Styrmisdóttir, Ingibjörg Sigurþórsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar um að Karl Sigurðsson taki sæti Páls Hjalta Hjaltasonar í velferðarráði.
Karl Sigurðsson boðin velkomin til starfa í velferðarráði.
2. Styrkir og þjónustusamningar; lögð fram tillaga starfshóps um úthlutun styrkja og þjónustusamninga.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
Tillagan var samþykkt samhljóða.
Elín Sigurðardóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna vegna vanhæfis.
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Besta flokksins og Sjálfstæðisflokksins samþykktu eftirfarandi bókun:
Velferðarráð samþykkir nú samhljóða að veita á þessu ári styrki til 38 félagasamtaka um styrki og þjónustusamninga vegna ársins 2013. Við þessa styrkveitingu er veittir tveir nýir styrkir, annar til rekstur Kristínarhúss og hinn til kynningar á samþættri sjón- og heyrnarskerðingu. Gerður verður 3ja ára samningur við Stígamót, þar á meðal hinn nýi styrkur til Kristínarhúss sem nemur 5 m.kr. á ári.
Til viðbótar við þessa styrki erum við með samninga við 9 aðila til þriggja ára, sem gerðir voru á síðasta ári. Árlega fá þeir tæpar 65 m.kr. Samtals er þetta því 211 m.kr. til velferðarmála í Reykjavík. Þessir styrkir skila sér vel til borgarbúa, enda er starfsemi frjálsra félagasamtaka mikilvæg viðbót við opinbera velferðarþjónustu í borginni.
3. Lögð fram til kynningar samþykkt borgarráðs frá 20. desember s.l. um að óska eftir viðræðum við velferðarráðuneytið um byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík.
Formaður velferðarráðs gerði grein fyrir málinu.
4. Lögð fram umsögn Velferðarsviðs varðandi stækkun Skógarbæjar – fjölgun rýma sbr. samþykkt velferðarráðs frá 20.desember sl.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir umsögninni.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð tekur undir umsögn Velferðarsviðs og telur rétt að ræða við fulltrúa Skógarbæjar þegar fyrir liggur samkomulag við Velferðarráðuneytið um byggingu nýrra hjúkrunarrýma í Reykjavík. Velferðarráð bendir á að ekki er um mikla fjölgun að ræða skv. fyrstu áætlunum, en í Reykjavík þarf að fjölga hjúkrunarrýmum á næstu árum vegna fjölgunar aldraðra og fækkunar tvíbýla.
5. Lögð fram til kynningar greinargerð um eftirlit með heimilum fyrir börn á vegum Reykjavíkurborgar árið 2012. Enn fremur lagðar fram til kynningar reglur um könnun og meðferð einstakra barnaverndarmála eða málaflokka hjá starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Gerð var úttekt á þremur sólarhringsúrræðum á heimilum fyrir börn á vegum Reykjavíkurborgar af Barnaverndarstofu. Það er mjög mikilvægt að svona eftirlit fari fram reglulega, enda um viðkvæma þjónustu að ræða. Þannig er gleðilegt að eftirlitsmaður sér enga ástæðu til að setja fram gagnrýni á starfsemi heimilanna og lýsir því yfir að þar sé gott yfirbragð og traustvekjandi starfsemi.
6. Lagt fram minnisblað Velferðarsviðs um útboð vegna aksturs á heimsendum mat.
Skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstjóra gerði grein fyrir málinu.
7. Betri Reykjavík. Bæta ferðaþjónustu fatlaðra – lengja kvöldkeyrslutímann.
Lögð fram efsta hugmynd í velferðarflokki á Betri Reykjavík frá 30. nóvember 2012 um að bæta ferðaþjónustu fatlaðra – lengja kvöldkeyrslutímann.
Velferðarráð samþykkti eftirfarandi bókun:
Velferðarráð þakkar fyrir ábendingu af Betri Reykjavík þar sem lagt er til að lengja þjónustutíma í Ferðaþjónustu fatlaðra. Frá upphafi hefur ferðaþjónusta fatlaðra haft sama þjónustutíma og Strætó enda er þjónustunni skv. lögum um málefni fatlaðra ætlað að mæta þörfum þeirra sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöngur. Framundan er endurskoðun á reglum um ferðaþjónustuna í samráði við hagsmunasamtök fatlaðra og þá verður þjónustutíminn skoðaður sérstaklega.
8. Lagt fram svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokksins frá fundi velferðarráðs 6.desember s.l.
Skrifstofustjóri velferðarmála gerði grein fyrir málinu.
9. Lögð fram til kynningar samantekt á úthlutun styrkja hverfisráða fyrir árið 2011 og 2012.
Jórunn Frímannsdóttir vék af fundi kl.14.50
10. Lagðar fram til kynningar lykiltölur frá janúar til október 2012.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir málinu.
11. Kynnt bókhaldsstaða frá janúar til október 2012.
Skrifstofustjóri fjármála og rekstrar gerði grein fyrir málinu.
12. Lagt fram til kynningar samkomulag, dags. 15.desember s.l., Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar annars vegar og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hins vegar um rekstrarþætti vegna þjónustu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við Heimaþjónustu Reykjavíkur.
13. Lögð fram til kynningar fræðsluáætlun Velferðarsviðs vor 2013.
14. Vakin er athygli á að skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélaga 2012 hefur verið gefin út af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Fundi slitið kl.15.00
Björk Vilhelmsdóttir
Heiða Kristín Helgadóttir Sverrir Bollason
Karl Sigurðsson Áslaug María Friðriksdóttir
Elín Sigurðardóttir