Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 12

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 16. febrúar, var haldinn 12. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss og hófst kl.13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Eva Einarsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Marta Guðjónsdóttir, Stefán Þór Björnsson og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar J. Sandholt, Hreinn Hreinsson, Sonja Wiium og Ásta Guðrún Beck.

Fundaritari:: Svavar Jósefsson

  1. Kynning á úrvinnslu tillagna starfshóps um umsjón með úrvinnslu upplýsinga, ábendinga og athugasemda úttektarnefndar borgarstjórnar um stjórnkerfi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um „Stop doing lista“.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar af samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum ýmislegt um E-mail sem samskiptatæki milli borg og íbúa ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. febrúar 2015.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð tekur undir hugmyndina og samþykkir að vísa henni til meðferðar starfshóps um þjónustuveitingu Reykjavíkurborgar.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram efsta hugmynd janúarmánaðar af samráðsvefnum Betri Reykjavík í málaflokknum stjórnsýsla um aukið fjármagn til miðborgar.
    Frestað. Samþykkt að fela skrifstofu borgarstjóra og borgarritara að afla upplýsinga um fjármagn fer til reksturs miðborgar samanborið við önnur hverfi.

    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina og fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja mikilvægt að aukið fjármagn til miðborgar sé ekki á kostnað úthverfa borgarinnar og að fulls jafnræðis sé gætt við úthlutun fjármagns frá Reykjavíkurborg.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram að nýju ályktun Prýðifélagsins Skjaldar.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi bókun:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð tekur ályktun stjórnar Prýðifélagsins Skjaldar sem áskorun og hvatningu til þess að auka og efla íbúalýðræði hjá Reykjavíkurborg og setja skýran ramma utan um það. Hlutverk ráðsins er að vera ráðgefandi um fyrirkomulag lýðræðismála, móta stefnu og koma með tillögur að breyttri framkvæmd til þess að auka megi samráð og efla íbúalýðræði. Ályktuninni hefur verið komið áleiðis til borgarstjóra.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina samþykkja svohljóðandi bókun:
    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og flugvallarvina lýsa vonbrigðum sínum á því hvernig borgaryfirvöld hafa hundsað vilja þeirra 70.000 einstaklinga sem vilja hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni í óbreyttri mynd. Framkoma borgaryfirvalda er furðulegri í ljósi þess að i samstarfssamningi meirihlutans er rík áhersla lögð á samráð við íbúa og opnari stjórnsýslu. Hér er um að ræða eitt stærsta skipulagsmál borgarinnar sem íbúar hafa sterka skoðun á en í því sambandi má minna á að allar skoðanakannanir hafa sýnt fram á að yfir 80 % borgarbúa er fylgjandi veru flugvallarins áfram í Vatnsmýrinni. Þrátt fyrir það og stærstu undarskriftasöfnun í sögu lýðveldisins hafa borgaryfirvöld unnið öllum árum að því að koma flugvellinum burt úr Vatnsmýrinni.

  6. Fram fer umræða um starfsáætlun stjórnkerfis- og lýðræðisráðs fyrir árið 2015.

Fundi slitið kl. 14:53.

Halldór Auðar Svansson

Eva EinarsdóttirHilmar Sigurðsson

Heiða Björg HilmisdóttirMarta Guðjónsdóttir

Björn GíslasonStefán Þór Björnsson