Stjórnkerfis- og lýðræðisráð - Fundur nr. 10

Stjórnkerfis- og lýðræðisráð

Ár 2015, 19. janúar, var haldinn 10. fundur stjórnkerfis- og lýðræðisráðs. Fundurinn var haldinn í borgarráðsherbergi Ráðhúss og hófst kl.13.30. Fundinn sátu Halldór Auðar Svansson, Ragnar Hansson, Hilmar Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Björn Gíslason, Hildur Sverrisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Eyrún Eyþórsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar J. Sandholt og Sonja Wiium.

Fundaritari:: Svavar Jósefsson

  1. Fram fer kynning á skipulagi framkvæmdar rafrænna kosninga vegna Betri hverfa 2015.
    Eggert Ólafsson og Bjarni Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Reglur um rafrænar kosningar Betri hverfi 2015 lagðar fram til samþykktar.
    Samþykkt.Vísað til borgarráðs til staðfestingar.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram að nýju tillaga fulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um „Stop doing lista“.
    Frestað.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram að nýju hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 30. apríl 2014, um snjallsímaforrit fyrir Betri Reykjavík, ásamt umsögn vefritstjóra.
    Samþykkt.
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi bókun:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð felur upplýsingatæknideild og upplýsinga- og vefdeild að greina mismunandi kosti í útfærslu á ábendingaappi og setja fram tillögur að næsta skrefi.

    Fylgigögn

    Umsögn vefritstjóra um hugmynd um snjallsímaforrit fyrir Betri Reykjavík

  5. Lögð fram drög að upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar ásamt viðbótum formanns stjórnkerfis- og lýðræðisráðs.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi bókun:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að skipa þriggja manna stýrihóp til að yfirfara drög að upplýsingastefnu. Erindisbréf hópsins verði lagt fram á næsta fundi ráðsins.

  6. Lögð fram hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 15. janúar 2015, um að leyfa skoðanir sem rúmast ekki í Haiku.

    Fylgigögn

    Bókanir við dagskrárlið: Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir svohljóðandi bókun:
    Stjórnkerfis- og lýðræðisráð samþykkir að vísa hugmyndinni til verkefnisstjóra íbúalýðræðismála og að hún verði tekin til greina í fyrirhugaðri endurskoðun á Betri Reykjavík.

Fundi slitið kl. 15:30

Halldór Auðar Svansson

Hilmar SigurðssonHeiða Björg Hilmisdóttir

Hildur SverrisdóttirBjörn Gíslason

Stefán Þór Björnsson