Forsætisnefnd - Fundur nr. 99

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND


Ár 2010, föstudaginn 28. maí, var haldinn 99. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstaddur var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Óskar Bergsson, Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir opinberar móttökur borgarinnar í apríl og maí, dags. í dag.

- Kl. 10.40 taka Júlíus Vífill Ingvarsson og Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

Þorleifur Gunnlaugsson óskar bókað:

Við afhendingu mannréttindaverðlauna í Höfða 16. maí kom upp sú staða að einstaklingur sem notast við hjólastól komst ekki inn í húsið vegna þess að „maðurinn með lykilinn að lyftunni“ var ekki á svæðinu. Það er áminning um sjálfmiðað hugarfar „ófatlaðra“ að þessi staða skyldi koma upp þegar verið var að afhenda styrki vegna mannréttindamála.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 1. júní nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar um stofnun Friðarstofnunar Reykjavíkur.
b. Tillaga Óskars Bergssonar um endurskoðun á verkaskiptingu borgarráðs og borgarstjórnar.
c. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um að óskað verði eftir lögreglurannsókn á því hvernig styrkjum borgarinnar til stjórnmálasamtaka er varið.

3. Lagt fram bréf Þorleifs Gunnlaugssonar, dags. í dag, varðandi fundarstjórn í borgarráði.
Vísað til skrifstofustjóra borgarstjórnar.



Fundi slitið kl. 11.10

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Júlíus Vífill Ingvarsson