Forsætisnefnd - Fundur nr. 96

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2010, föstudaginn 26. mars, var haldinn 96. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson. Jafnframt sátu fundinn Þorleifur Gunnlaugsson, Ólafur F. Magnússon, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir móttökur Reykjavíkurborgar, dags. 25. þ.m.

2. Lagt fram að nýju bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. desember sl., sbr. samþykkt borgarráðs s.d., varðandi breytingu á samþykkt fyrir framkvæmda- og eignaráð.
Samþykkt með atkvæði Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og vísað til borgarstjórnar.

3. Lagt fram bréf forsætisnefndar Norðurlandaráðs frá 23. f.m. þar sem óskað er eftir afnotum af Höfða fyrir sumarfund nefndarinnar 29. júní nk., ásamt bréfi borgarstjóra, dags. 1. þ.m.
Forsætisnefnd samþykkir að mæla með erindinu.

4. Rætt um undirbúning borgarstjórnarfundar 6. apríl nk.
Ákveðið er að frestur til að óska eftir að mál verði tekin á dagskrá fundarins sé til hádegis miðvikudaginn 31. mars nk.

5. Ólafur F. Magnússon leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

Nokkuð langt er liðið síðan tillögu minni um að borgarstjórnarflokkarnir geri grein fyrir því hvernig þeir verji þeim fjármunum sem borgin úthlutar þeim var vísað til borgarráðs. Um er að ræða allt að 130 m.kr. framlag til B-, D-, S- og V-lista. F-listinn hefur þegar gert grein fyrir ráðstöfun þessa fjár, sem er hlutfallslega fjórum sinnum hærra hjá fjórflokkunum. Auk þess hef ég einn borgarfulltrúa gert grein fyrir fjárhagslegum hagsmunum og eignastöðu minni. Hvenær má vænta þess að hinir flokkarnir geri grein fyrir ráðstöfun á fjármunum sem þeir fá frá borginni eða að fleiri en undirritaður geri grein fyrir eignastöðu sinni?

Vísað til borgarráðs.

Fundi slitið kl. 10.40

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson