Forsætisnefnd - Fundur nr. 91

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2010, föstudaginn 15. janúar, var haldinn 91. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Viðstaddir voru Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson. Jafnframt sátu fundinn Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Þorleifur Gunnlaugsson leggur fram svohljóðandi tillögu:

Fulltrúi VG í forsætisnefnd leggur til að borgarfulltrúar og embættismenn sem nýta sér svokallaðan Borgarráðsbústað verði látnir greiða fyrir notkunina.

Vísað til meðferðar skrifstofustjóra borgarstjórnar.

2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson kynnir niðurstöður fundar sem hann hélt með embættismönnum og öðrum sem komu að björgun og viðgerð Höfða 12. þ.m.

- Kl. 10.16 tekur Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

Þorleifur Gunnlaugsson óskar bókað:

Bruninn í Höfða vakti fólk til umhugsunar um öryggi ómetanlegra gamalla bygginga í borginni og þá sérstaklega hvað varðar brunavarnir. Fulltrúi VG í forsætisnefnd telur einboðið að borgaryfirvöld hafi forgöngu um það að gerðar verði sérstakar brunavarnakröfur hvað þessar byggingar varðar.

Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að vinna drög að stefnumótun fyrir Höfða sem taki mið af þeim atriðum sem fram komu á framangreindum fundi.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 17. f.m., sbr. samþykkt borgarráðs s.d., varðandi breytingu á samþykkt fyrir framkvæmda- og eignaráð.
Frestað.

- Kl. 10.32 tekur Óskar Bergsson sæti á fundinum.

4. Lögð fram svohljóðandi breytingatillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna við fjárhagsáætlun ársins 2010, sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarstjórnar 15. f.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 17. s.m.:

Lagt er til að sérfræðiaðstoð til borgarstjórnarflokka verði lækkuð um 15.000 þ.kr. Sparnaður verði færður á liðinn ófyrirséð.

Afgreiðslu málsins er frestað en skrifstofustjóra borgarstjórnar er falið að taka saman minnisblað um framkvæmd þessara mála og samanburð við önnur sveitarfélög.

5. Rætt er um undirbúning borgarstjórnarfundar 19. janúar nk.

Fundi slitið kl. 10.50

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson