No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2009, föstudaginn 11. desember, var haldinn 90. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson. Jafnframt sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Sóley Tómasdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Kynnt er staða á viðgerðinni á Höfða.
Ólafur Jónsson og Agnar Guðlaugsson mæta á fundinn við meðferð málsins.
2. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir móttökur Reykjavíkurborgar, dags. 10. þ.m.
Móttökufulltrúi mætir á fundinn við meðferð málsins.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar varðandi breytingar á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg o.fl., ásamt útfærðum tillögum, dags. 8. þ.m.
- Kl. 10.25 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
- Kl. 10.33 tekur Óskar Bergsson sæti á fundinum.
Samþykkt.
4. Lögð fram svohljóðandi tillaga Ólafs F. Magnússonar, sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarstjórnar 17. f.m.:
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að ekki verði heimilt fyrir kjörna fulltrúa að fara í fleiri en eina ferð utanlands árlega á kostnað borgarbúa. Ennfremur samþykkir borgarstjórn að kjörnir fulltrúar greiði kostnað vegna boðsferða sem þeir þiggja úr eigin vasa.
Svohljóðandi frávísunartillaga er samþykkt:
Hvorki er raunhæft að kveða á um hámarks- né lágmarksfjölda ferða kjörinna fulltrúa á ári, slíkt hlýtur að ráðast af störfum hvers og eins. Rétt er þó að gætt sé hófs í ferðalögum og má í því sambandi geta þess að náðst hefur að lækka mikið ferðakostnað hjá Reykjavíkurborg í hagræðingaraðgerðum undanfarins árs. Hvað varðar reglur um boðsferðir, þá er í nýsamþykktum siðareglum fyrir kjörna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg m.a. tekið á gjöfum og fríðindum. Með vísan til framangreinds er lagt til að tillögu Ólafs F. Magnússonar sé vísað frá.
5. Forsætisnefnd samþykkir að barnaverndarnefnd verði færð úr flokki II í flokk I skv. 13. gr. samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Breytingin taki gildi 1. janúar 2010.
6. Kynnt eru drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 15. desember nk. þar sem fram fer síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2010. Fundurinn mun hefjast kl. 10.00.
Fundi slitið kl. 10.45
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Júlíus Vífill Ingvarsson