Forsætisnefnd - Fundur nr. 9

Forsætisnefnd

FRAMKVÆMDARÁÐ

Ár 2005, mánudaginn 23. maí, var haldinn 9. fundur framkvæmdaráðs. Fundurinn var haldinn í Skúlatúni 2 og hófst kl. 08:30. Þessir sátu fundinn: Anna Kristinsdóttir, Björk Vilhelmsdóttir, Jóhannes Bárðarson, Jórunn Frímannsdóttir, Kjartan Magnússon, Kristján Guðmundsson og Margrét Sverrisdóttir. Einnig komu á fundinn Hrólfur Jónsson og Ólafur Bjarnason.
Fundarritari var Ágúst Jónsson.

Þetta gerðist:

Mál nr. 2002010059
1. Lagt fram bréf Ólafs Bjarnasonar, aðstoðarsviðsstjóra, dags. 11.05.2005, þar sem lagt er til að eftir breytingar á leiðarkerfi Strætó bs. verði leyfður akstur úr Hafnarstræti austur Hverfisgötu og til norðurs Kalkofnsvegi og suður Lækjargötu.
Samþykkt.

2. Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri, gerði grein fyrir stöðu nokkurra mála sem verið hafa til umfjöllunar hjá ráðinu.

3. Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, gerði grein fyrir stöðu mála varðandi stjórnkerfisbreytingar, tilurð Framkvæmdasviðs og einnig breytingar á sviðinu í framhaldi af því.

- kl. 09:03 tók Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

Mál nr. 2005010043
4. Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra, dags. 18.05.2005, ásamt minnisblaði, dags. 23 s.m., sem svar við fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks um ástand gangstétta í borginni, einkum í eldri hverfum.

Mál nr. 2001060047
5. Lagt fram bréf sviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 23.05.2005, ásamt fylgiskj. og bréf sviðsstjóra ÍTR, dags. 09.05.2005, varðandi styrkveitingar til framkvæmda á félagssvæðum Skotfélags Reykjavíkur og Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis á Álfsnesi.
Framkvæmdaráð samþykkir að heimila sviðsstjóra að færa allt að 10 millj. kr. frá öðrum framkvæmdaliðum til framkvæmda á félagssvæðum ofangreindra félaga á Álfsnesi. Ennfremur mælir ráðið með því við borgarráð, að það samþykki að veita Skotfélagi Reykjavíkur og Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis styrki á móti gatnagerðargjöldum, samtals að fjárhæð kr. 5,2 millj.
(Björk Vilhelmsdóttir og Jórunn Frímannsdóttir sátu hjá).

6. Lagt fram minnisblað Framkvæmdasviðs, dags. 23.05.2005, varðandi stækkun stúku og skrifstofubyggingu KSÍ á Laugardalsvelli.
Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu og Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, komu á fundinn og gerðu fyrir málinu.

7. Lagt fram minnisblað Framkvæmdasviðs, dags. 23.05.2005, ásamt fskj., varðandi nýtt fimleikahús Ármanns í Laugardal.
Ámundi Brynjólfsson frá Fasteignastofu og Ómar Einarsson, sviðsstjóri ÍTR, gerðu grein fyrir málinu.

Fundi slitið kl. 11:00.

Anna Kristinsdóttir
Kristján Guðmundsson Björk Vilhelmsdóttir
Kjartan Magnússon Jórunn Frímannsdóttir
Margrét Sverrisdóttir Jóhannes Bárðarson