Forsætisnefnd - Fundur nr. 88

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2009, föstudaginn 6. nóvember, var haldinn 88. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Höfða og hófst kl. 10.00. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sat fundinn Þorleifur Gunnlaugsson. Formaður ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Forsætisnefnd kynnir sér stöðu viðgerðarinnar á Höfða. Jafnframt er lagt fram minnisblað EFLA-verkfræðistofu um brunavarnir hússins, dags. 5. þ.m.
Ólafur Jónsson, Agnar Guðlaugsson, Hildur Kjartansdóttir og Guðný Gerður Gunnarsdóttir eru viðstödd fundinn við meðferð málsins.

2. Þorleifur Gunnlaugsson leggur fram svohljóðandi tillögu:

Forsætisnefnd felur skrifstofustjóra borgarstjórnar að gera tillögur að breytingum á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa sem kveði á um frádrátt frá launum kjörinna fulltrúa í nefndum og ráðum ef um mikla fjarveru þeirra af fundum er að ræða.

Frestað.

Fundi slitið kl. 11.10

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Júlíus Vífill Ingvarsson