Forsætisnefnd - Fundur nr. 87

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2009, föstudaginn 23. október, var haldinn 87. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson. Jafnframt sátu fundinn Þorleifur Gunnlaugsson, Ólafur F. Magnússon, Magnús Þór Gylfason og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram svohljóðandi samþykkt borgarráðs frá 9. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. s.d.:

Borgarráð samþykkir að forsætisnefnd verði falin umsjón með uppbyggingu og stefnumótun í málefnum Höfða í kjölfar skemmda á húsinu vegna bruna. Ásamt forsætisnefnd, komi að verkinu þegar skipað viðbragðsteymi endurbyggingar, öryggis- og tryggingarmála, ásamt sérstökum ráðgjafa á sviði húsagerðarlistar auk sérfræðings á skrifstofu borgarstjóra.

Agnar Guðlaugsson frá framkvæmda- og eignasviði mætir á fundinn og gerir grein fyrir stöðu viðgerðarinnar á Höfða.
Jafnframt lagt fram minnisblað Péturs H. Ármannssonar arkitekts frá 15. þ.m.
Forsætisnefnd tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í minnisblaðinu.

2. Lögð fram drög að reglum um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar, dags. 10. f.m., sem borgarráðs vísaði til afgreiðslu forsætisnefndar á fundi sínum 15. þ.m., sbr. bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 16. s.m.

- Kl. 10.53 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi.

Forsætisnefnd leggur til að reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum borgarfulltrúa og trúnaðarstörfum utan borgarstjórnar verði að fullu í samræmi við reglur Alþingis og taki til borgarfulltrúa og annarra kjörinna fulltrúa í fagráðum borgarinnar sem það kjósa. Skráðar upplýsingar verði aðgengilegar á vef Reykjavíkurborgar frá 1. desember nk. Reglurnar verði yfirfarnar og endurskoðaðar eftir þörfum a.m.k. árlega.

Fundi slitið kl. 11.15

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Júlíus Vífill Ingvarsson