Forsætisnefnd - Fundur nr. 86

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2009, mánudaginn 5. október, var haldinn 86. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.38. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Dagur B. Eggertsson. Jafnframt sátu fundinn Sóley Tómasdóttir, Ólafur F. Magnússon og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir móttökur Reykjavíkurborgar, dags. í dag.
Móttökufulltrúi mætir á fundinn og gerir grein fyrir málinu.

2. Lögð fram til kynningar drög að tillögu borgarstjóra til borgarráðs, dags. í dag, þar sem lagt er til að forsætisnefnd verði falin umsjón með uppbyggingu og stefnumótun í málefnum Höfða í kjölfar skemmda á húsinu vegna bruna.

- Kl. 10.52 tekur Óskar Bergsson sæti á fundinum.
- Kl. 11.04 tekur Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.

3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 2. þ.m. varðandi rétt kjörinna fulltrúa til að fá mál sett á dagskrá borgarstjórnar og nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.

4. Kynnt er staða á vinnu starfshóps um gerð siðareglna kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og reglna um skráningu eignatengsla og trúnaðarstarfa.

- Kl. 11.30 víkur Óskar Bergsson af fundi.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Tilkoma siðareglna fyrir kjörna fulltrúa er skrípaleikur einn á meðan ekkert er gert til að upplýsa almenning um fjárframlög frá hagsmunatengdum aðilum til kjörinna fulltrúa. Ég þekki það af eigin raun að skuldbindandi og undirritaðar yfirlýsingar og leikreglur eru ekki pappírsins virði þegar borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eiga í hlut. Ég er ekki tilbúinn til að taka þátt í þeirri yfirborðsmennsku sem einkennir umræðuna um siðareglur borgarfulltrúa.

Fundi slitið kl. 11.53

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Júlíus Vífill Ingvarsson