Forsætisnefnd - Fundur nr. 83

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2009, mánudaginn 18. maí, var haldinn 83. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Kynnt er dagskrá borgarstjórnar 19. maí nk.

2. Lagðar fram tillögur Ólafs F. Magnússonar og borgarfulltrúa Vinstri grænna varðandi upplýsingar um fjárstyrki vegna borgarstjórnarkosninga aðdraganda þeirra, sem vísað var til forsætisnefndar á fundum borgarráðs 16. apríl sl. og borgarstjórnar 21. s.m.

- Kl. 10.44 tekur Óskar Bergsson sæti á fundinum.

Tillögum Ólafs F. Magnússonar og borgarfulltrúa Vinstri grænna vísað til innri endurskoðanda til umsagnar.

3. Rætt er um boð félagasamtaka o.fl.

- Kl. 11.02 víkur Ólafur F. Magnússon af fundi.


Fundi slitið kl. 11.10

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Kjartan Magnússon