Forsætisnefnd - Fundur nr. 82

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2009, föstudaginn 16. apríl, var haldinn 82. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Var þá kominn til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Óskar Bergsson, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt er um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar og framkvæmd þeirra.

- Kl. 11.16 tekur Þorleifur Gunnlaugsson sæti á fundinum.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 21. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Kosning fulltrúa í hverfisráð.
b. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2010-2012; fyrri umræða.
c. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um ferðakostnað kjörinna fulltrúa.
d. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar um “Bókmenntaborg UNESCO”.
e. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna og Ólafs F. Magnússonar varðandi upplýsingagjöf kjörinna fulltrúa um fjárstuðning í prófkjörum.
f. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna varðandi eflingu frístundaþjónustu við börn í 5. til 7. bekk.
g. Umræða um hverfalýðræði (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna og Ólafs F. Magnússonar).
h. Umræða um málefni hverfalöggæslu (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar).

3. Rætt um reglur um innkomur varamanna í borgarstjórn.


Fundi slitið kl. 12.00

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson