Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2009, föstudaginn 3. apríl, var haldinn 81. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.15. Var þá kominn til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Rætt um reglur um innkomur varamanna í borgarstjórn og umfjöllun um þær í borgarstjórnarflokkum.
- Kl. 10.20 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. apríl nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Kosning fulltrúa í hverfisráð.
b. Umræða um stöðu atvinnumála í borginni (að beiðni borgarfulltrúa allra framboðslista).
c. Tillaga að breytingu á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi kjörgengisskilyrði varamanna í borgarráði; síðari umræða.
d. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar um eftirlit og mat á framkvæmd fjárhagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
e. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um að fallið verði frá fyrirheiti um úthlutun lóðarinnar að Tryggvagötu 13.
f. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um staðsetningu Listaháskólans í Reykjavík.
g. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um ferðakostnað kjörinna fulltrúa.
h. Umræða um hverfalýðræði (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna og Ólafs F. Magnússonar).
Fundi slitið kl. 11.03
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Kjartan Magnússon