Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2009, föstudaginn 27. mars, var haldinn 80. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.20. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Ólafur F. Magnússon, Þorleifur Gunnlaugsson, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir móttökur Reykjavíkurborgar, dags. 26. þ.m.
2. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar 31. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillögur að endurskoðun á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009, sbr. 10. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. mars.
3. Lögð fram að nýju greinargerð skrifstofu borgarstjórnar varðandi reglur um varamenn í borgarstjórn, dags. í dag. Jafnframt lagt fram bréf frá Marsibil Sæmundardóttur, dags. 13. f.m.
Fundi slitið kl. 12.00
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Kjartan Magnússon