Forsætisnefnd - Fundur nr. 79

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2009, föstudaginn 13. febrúar, var haldinn 79. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.15. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Þorleifur Gunnlaugsson, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir móttökur Reykjavíkurborgar, dags. í dag.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Ég mótmæli því harðlega hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur á kostnað almennings aukið hlutverk og kostnað vegna starfa tarfa og risnukostnaðar formanns borgarráðs í tveimur helmingaskiptastjórnum með Framsóknarflokknum á þessu kjörtímabili. Hér er um augljósa pólitíska spillingu og misnotkun almannafjár að ræða og er hluti þeirra framsóknar- og vinavæðingar sem spilltur meirihluti í Reykjavík ástundar um þessar mundir.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 17. febrúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um greiningu sóknarfæra í ferðaþjónustu.
b. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um átak til atvinnusköpunar á sviði mannaflsfrekra viðhaldsframkvæmda.
c. Tillaga Ólafs F. Magnússonar um endurskoðun skipulags á hafnar- og slippasvæðinu í miðborginni.

3. Lögð fram greinargerð skrifstofu borgarstjórnar varðandi reglur um varamenn í borgarstjórn, dags. í dag. Jafnframt lagt fram bréf frá Marsibil Sæmundardóttur, dags. í dag.

Ólafur F. Magnússon óskar bókað:

Ég fagna greinargerð skrifstofu borgarstjórnar um reglur sem gilda um innkomur varamanna í Borgarstjórn Reykjavíkur. Ljóst er að allt frá árinu 2002 hafa þessar reglur verið svínbeygðar af öðrum framboðum en F-listanum í Borgarstjórn Reykjavíkur. Ekki gengur að önnur vinnubrögð séu tíðkuð í meirihlutasamstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks en í fyrrverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-listans.

Fundi slitið kl. 12.00

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Kjartan Magnússon