Forsætisnefnd - Fundur nr. 78

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2009, fimmtudaginn 29. janúar, var haldinn 78. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Kjartan Magnússon. Jafnframt sátu fundinn Óskar Bergsson, Ólafur F. Magnússon, Þorleifur Gunnlaugsson, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 21. þ.m., þar sem tilkynnt er um kjör Kjartans Magnússonar sem 2. varaforseta borgarstjórnar til júní 2009 á fundi borgarstjórnar 20. s.m.

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga að breytingum á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, dags. 27. þ.m.:

A.
1. málsl. 1. mgr. 3. gr. hljóði svo: „Borgarfulltrúar þiggja föst laun fyrir störf sín hjá Reykjavíkurborg sem nema 77,82#PR af þingfararkaupi, eins og það er hverju sinni.“

B.
2. mgr. 13. gr. hljóði svo: „Fastanefndir skiptast í þrjá flokka og er greidd þóknun sem nemur 15,56#PR af þingfararkaupi fyrir setu í nefnd í flokki I, 13,62#PR í flokki II og 5,84#PR í flokki III.“

C.
1. málsl. 14. gr. hljóði svo: „Fyrir setu í öðrum nefndum en fastanefndum fá kjörnir fulltrúar greidda þóknun per. fund sem nemur 1,95#PR af þingfararkaupi.“

D.
1. málsl. 2. mgr. 17. gr. hljóði svo: „Aðrir áheyrnarfulltrúar, sem rétt hafa til setu á fundum fastanefnda borgarinnar skv. heimild í lögum eða sérstökum samþykktum borgarstjórnar, fá greidda þóknun fyrir störf sín sem nemur 1,95#PR af þingfararkaupi per. fund.“

E.
18. gr. hljóði svo: „Varamaður, sem sæti tekur í nefnd eða ráði borgarinnar í forföllum aðalmanns, fær greidda þóknun per. fund sem nemur 1,95#PR af þingfararkaupi. Varamenn, sem sæti taka í borgarstjórn, fá þó greidda þóknun per. fund sem nemur 3,89#PR af þingfararkaupi.“

F.
Framangreindar breytingar taki gildi 1. febrúar 2009.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

3. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007, dags. 27. þ.m.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

4. Lagt fram að nýju minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. september sl. varðandi kjörgengisskilyrði varamanna í borgarráði, sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarráðs 4. s.m., ásamt greinargerðum Gunnars Eydal, dags. 18. s.m. og 8. október sl.

Forseti leggur fram svohljóðandi tillögu:

Eins og fyrirliggjandi gögn bera með sér er ekki kveðið á um kjörgengisskilyrði varamanna í borgarráði með nægjanlega skýrum hætti í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. Að mati forsætisnefndar er brýnt að bæta þar úr, en í því efni eru fjórar leiðir:
1. Kveða á um það að eingöngu borgarfulltrúar séu kjörgengir sem aðal- og varamenn í borgarráði.
2. Kveða á um það að bæði aðal- og varaborgarfulltrúar séu kjörgengir sem varamenn í borgarráði.
3. Kveða á um það að til viðbótar við almenn kjörgengisskilyrði þurfi varamenn í borgarráði að hafa verið á framboðslista við borgarstjórnarkosningar.
4. Kveða á um það að um varamenn í borgarráði gildi hin almennu kjörgengisskilyrði.
Til að þeim vafa sem uppi er verði eytt, beinir forsætisnefnd því til borgarráðs að leggja fyrir borgarstjórn tillögu að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, þar sem ein framangreindra fjögurra leiða verður farin. Slíkar tillögur að breytingum á samþykktinni eru afgreiddar að loknum tveimur umræðum í borgarstjórn og því næst sendar ráðuneyti sveitarstjórnarmála til staðfestingar. Jafnframt er bent á þann möguleika að leitað verði eftir áliti ráðuneytisins á málinu áður en breytingartillaga verður tekin til afgreiðslu.

Samþykkt með 2 samhljóða atkvæðum. Dagur B. Eggertsson situr hjá við afgreiðslu málsins með vísan til ákvæða sveitarstjórnarlaga um kjörgengisskilyrði.

5. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. febrúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur og Norðuráls Helguvíkur ehf., sbr. 4. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. janúar sl.
b. Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um mótun nýrrar menntastefnu.


Fundi slitið kl. 12.15

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Kjartan Magnússon