Forsætisnefnd - Fundur nr. 77

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2008, þriðjudaginn 17. desember, var haldinn 77. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Voru þá komnir til fundar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson. Jafnframt sátu fundinn Þorleifur Gunnlaugsson, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga forseta borgarstjórnar:

Með vísan til samþykktar forsætisnefndar 20. október sl. um sparnað í nefndakerfi Reykjavíkurborgar er lagt til að eftirfarandi breyting verði gerð á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007, 5. töluliður B-liðar 62. gr. hljóði svo:

Fimm menn í hvert hverfisráð og fimm til vara, formannskjör.

Jafnframt verði svofelld breyting gerð á samþykkt fyrir hverfisráð frá 15. janúar 2008, 1. málsl. 4. gr. hljóði svo:

Hverfisráð eru skipuð 5 fulltrúum kosnum af borgarstjórn og jafn mörgum til vara.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt og vísað til borgarráðs.

Bókun forsætisnefndar:

Samkvæmt samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa eru öll laun í nefndakerfi Reykjavíkurborgar tiltekið hlutfall þingfararkaups, eins og það er hverju sinni. Verði þingfararkaup lækkað um 5-15#PR, eins og áætlanir eru uppi um, munu því laun borgarfulltrúa og annarra kjörinna fulltrúa í nefndakerfi Reykjavíkurborgar samkvæmt samþykktinni lækka um sama hlutfall. Lækkun um 10#PR myndi þannig t.d. hafa í för með sér u.þ.b. 25 mkr. sparnað á ársgrundvelli. Forsætisnefnd beinir því til borgarstjóra að í forsendum fjárhagsáætlunar 2009 verði gert ráð fyrir 10#PR lækkun þingfararkaups.

- Kl. 11.26 víkur Dagur B. Eggertsson af fundi. Jafnframt tekur Ólafur F. Magnússon sæti á fundinum.

Fundi slitið kl. 11.40

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Gísli Marteinn Baldursson