Forsætisnefnd - Fundur nr. 74

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2008, mánudaginn 20. október, var haldinn 74. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.20. Viðstaddur var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram að nýju minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. f.m. varðandi kjörgengisskilyrði varamanna í borgarráði, sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarráðs 4. s.m., ásamt greinargerð Gunnars Eydal, dags. 18. s.m. Þá er lögð fram greinargerð Gunnars Eydal, dags. 8. þ.m.

- Kl. 11.29 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

Frestað.

2. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leggur fram svohljóðandi tillögu:

Í ljósi erfiðs efnahagsástands hér á landi og áhrifa þess á rekstur Reykjavíkurborgar, telur forsætisnefnd mikilvægt að það náist fram sparnaður í nefndakerfi borgarinnar á næsta ári, bæði að því er tekur til hugsanlegra breytinga á nefndakerfinu sem og starfsumhverfis kjörinna fulltrúa. Óskað er eftir því að forseti borgarstjórnar leggi fyrir forsætisnefnd tillögur er skili 15-20 m.kr. sparnaði að þessu leyti fyrir 15. nóvember nk.

Samþykkt.

3. Lögð fram dagskrá borgarstjórnarfundar 21. október nk.



Fundi slitið kl. 12.00

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson