Forsætisnefnd - Fundur nr. 72

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2008, mánudaginn 15. september, var haldinn 72. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstaddur var Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon, Óskar Bergsson, Svandís Svavarsdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, dags. í dag.
Móttökufulltrúi situr fundinn við meðferð málsins.

- Kl. 10.48 taka Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.

2. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 3. þ.m. varðandi kjörgengisskilyrði varamanna í borgarráði, sem vísað var til forsætisnefndar á fundi borgarráðs 4. þ.m.

- Kl. 11.27 víkur Óskar Bergsson af fundi.

Frestað.

3. Rætt um fyrirkomulag erlendra samskipta Reykjavíkurborgar.
Skrifstofustjóri borgarstjóra situr fundinn við meðferð málsins.

4. Lögð fram dagskrá borgarstjórnarfundar 16. september nk.

Fundi slitið kl. 11.55

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson