Forsætisnefnd - Fundur nr. 7

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2004, miðvikudaginn 27. október, var haldinn 7. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.10. Viðstödd voru Árni Þór Sigurðsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit yfir afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar á umsóknum um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar og gestamóttökur borgarstjóra, dags. 26. þ.m.

2. Lagt fram að nýju erindi Dags B. Eggertssonar og Gísla Marteins Baldurssonar varðandi þráðlaust netsamband og skjávarpa í borgarstjórnarsal frá 5. þ.m. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag.
Frestað.

3. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. nóvember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Umræður um skýrsluna Umhverfisvísar 2003, staða umhverfismála í Reykjavík.
b. Umræða um áhrif atvinnuleysis í Reykjavík.

Fundi slitið kl 11.45

Árni Þór Sigurðsson

Steinunn Valdís Óskarsdóttir