Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2008, föstudaginn 14. mars, var haldinn 68. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Viðstödd var Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Óskar Bergsson, Sigrún Elsa Smáradóttir, Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur og afgreiðslur skrifstofu borgarstjóra, dags. í dag.
2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa F-lista og Sjálfstæðisflokks um öflugri kynningu starfs- og iðnnáms í reykvískum skólum.
b. Umræða um stefnu meirihlutans í mannréttindamálum (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks).
3. Rætt um framkvæmd borgarstjórnarfundar 4. mars sl.
Ákveðið að forsætisnefnd haldi fund um málið að nýju mánudaginn 17. mars kl. 8.45.
4. Rætt um aðstöðu borgarfulltrúa að Tjarnargötu 12.
Fundi slitið kl. 11.46
Hanna Birna Kristjánsdóttir