Forsætisnefnd - Fundur nr. 67

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2008, fimmtudaginn 28. febrúar, var haldinn 67. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:27. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir, Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson. Jafnframt sátu fundinn Þorleifur Gunnlaugsson, Ólafur F. Magnússon, Óskar Bergsson og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:


1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 4. mars nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Kosning 2. varaforseta borgarstjórnar.
b. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2009-2011; síðari umræða.
c. Umræða um lokaskýrslu stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur (að beiðni allra flokka); frestað á fundi borgarstjórnar 19. febrúar sl.



Fundi slitið kl. 12.45

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Dagur B. Eggertsson Gísli Marteinn Baldursson