Forsætisnefnd - Fundur nr. 66

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2008, fimmtudaginn 15. febrúar, var haldinn 66. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.10. Viðstödd var Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Þorleifur Gunnlaugsson og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. febrúar nk.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2009-2011.
b. Lokaskýrsla stýrihóps borgarráðs um málefni Reykjavík Energy Invest og Orkuveitu Reykjavíkur (að beiðni allra framboðslista).
c. Niðurstaða hugmyndasamkeppninnar um skipulag Vatnsmýrar (að beiðni allra framboðslista).

2. Formaður tilkynnir að fram muni fara á vettvangi forsætisnefndar skoðun á ferli fjárhagsáætlunar og 3ja ára áætlunar í borgarstórn, borgarráði og fagráðum borgarinnar.

- Kl. 10.25 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.

3. Forsætisnefnd samþykkir að heilbrigðisnefnd verði í færð í flokk II skv. 13. gr. samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.

Fundi slitið kl. 10.35

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Dagur B. Eggertsson