Forsætisnefnd - Fundur nr. 65

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, fimmtudaginn 13. desember, var haldinn 65. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.55. Viðstödd voru Ólafur F. Magnússon, Hanna Birna Kristjánsdóttir og Svandís Svavarsdóttir. Jafnfram sátu fundinn Björn Ingi Hrafnsson, Björk Vilhelmsdóttir, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 18. desember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 1. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Kosning sjö manna í mannréttindaráð og sjö til vara til loka kjörtímabilsins, formannskjör.
b. Kosning sjö manna í hvert hverfisráð og sjö til vara til loka kjörtímabilsins, formannskjör.

2. Lögð fram drög að samþykkt fyrir mannréttindaráð, dags. 12. þ.m.

3. Lögð fram drög að nýrri samþykkt fyrir hverfisráð, dags. 12. þ.m.

4. Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga að breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg:

Ákvæði 3. mgr. 5. gr. um aðgang að farsíma og nettengingu gildir einnig um fyrstu varamenn framboðslista. Þá leggur Reykjavíkurborg fyrstu varamönnum framboðslista einnig til fartölvu.

Samþykkt.

5. Lögð fram yfirlit móttökufulltrúa yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, dags. 29. júní sl. og í dag.

Fundi slitið kl. 12.05

Ólafur F. Magnússon

Hanna Birna Kristjánsdóttir Svandís Svavarsdóttir