Forsætisnefnd - Fundur nr. 64

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, föstudaginn 16. nóvember, var haldinn 64. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.40. Viðstaddar voru Margrét K. Sverrisdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnfram sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Þorleifur Gunnlaugsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Gunnar Eydal og Jónína Helga Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagðar fram móttökureglur um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar.
Samþykkt með breytingum á 2. gr.

2. Fundartími. Rætt um að fundartími forsætisnefndar verði eftir borgarráð á fimmtudögum að loknum fundi borgarráðs.
Samþykkt.

3. Lögð fram tillaga að breytingu á samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, ódags., varðandi fyrstu varaborgarfulltrúa.
Frestað.

4. Tjarnargata 12. Rætt um skrifstofuhúsnæði borgarfulltrúa.

5. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, dags. 17. október 2007, sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 30. f.m. Jafnframt lögð fram tillaga borgarstjóra frá 8. þ.m. um breytingar á 62. gr. að því er varðar samstarfsnefnd um löggæslumálefni.

6. Lögð fram drög að dagskrá borgarstjórnar 20. nóvember nk.

Fundi slitið kl. 12.00

Margrét Sverrisdóttir

Hanna Birna Kristjánsdóttir