Forsætisnefnd - Fundur nr. 63

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, föstudaginn 2. nóvember, var haldinn 63. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.50. Viðstödd var Margrét K. Sverrisdóttir. Jafnframt sátu fundinn Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 6. nóvember n.k.
Margrét Sverrisdóttir óskar eftir að eftirtalið mál verði tekið á dagskrána sem sérstakur dagskrárliður með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Umræða um samruna Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Energy og málefni Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 5. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. nóvember (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknarflokks og F-lista).

2. Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001, dags. 17. október 2007, sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar 30. f.m.

Fundi slitið kl. 10.40

Margrét Sverrisdóttir