Forsætisnefnd - Fundur nr. 62

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, föstudaginn 28. september, var haldinn 62. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.50. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Árni Þór Sigurðsson, Margrét K. Sverrisdóttir, Gunnar Eydal og Jónína H. Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að breytingum á reglum um opinberar móttökur Reykjavíkurborgar frá 12. október 2004.

Samþykkt.

2. Rætt um þátttöku kjörinna fulltrúa í nefndum á vegum ríkisins og greiðslu í því sambandi.

3. Lögð fram greinargerð skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 30. f.m. um lengd og fjölda fyrirspurna og bókana í fundargerðum nefnda og ráða.

4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 4. þ.m. ásamt tillögum að breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 með síðari breytingum.

Frestað.

5. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 2. október n.k.

Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um tengingu Strætó bs. við græn svæði.

b. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um að Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar verði send til umsagnar Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum.

c. Umræða um Gagnaveitu Reykjavíkur (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar, Vinstri grænna og F-lista).

d. Umræða um Sundabraut, staða mála (að beiðni borgarfulltrúa F-lista).

Fundi slitið kl. 10.55

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björn Ingi Hrafnsson