Forsætisnefnd - Fundur nr. 60

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, föstudaginn 15. júní, var haldinn 60. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.05. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Margrét K. Sverrisdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram tillaga að breytingum á 4. gr. samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg, dags. 14. þ.m.
Samþykkt.

- Kl. 9.19 tekur Gunnar Eydal sæti á fundinum.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. júní n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Kosning forseta borgarstjórnar til eins árs og tveggja varaforseta.
b. Kosning tveggja skrifara til eins árs og tveggja til vara.
c. Kosning sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara.
d. Ósk um lausn frá störfum.
e. Kosningar í ráð og nefndir.
f. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar um könnun á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg.
g. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um undirbúning að stofnun jafnréttisskóla.
h. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingar um heildarendurskoðun á húsverndaráætlunum Reykjavíkur.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 6. júní sl. varðandi samþykkt borgarstjórnar 5. s.m. um að unnið verði af staðfestingu siðareglna fyrir kjörna fulltrúa o.fl.

4. Rætt um fyrirkomulag og form funda borgarstjórnar og borgarráðs.

Fundi slitið kl. 9.55

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björn Ingi Hrafnsson