Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2004, fimmtudaginn 14. október, var haldinn 6. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.20. Viðstaddir voru Árni Þór Sigurðsson og Alfreð Þorsteinsson. Jafnframt sátu fundinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur F. Magnússon og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. október n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga um stjórnkerfisbreytingar hjá Reykjavíkurborg (8. liður fundargerðar borgarráðs 14. október).
b. Umræða um eflingu sveitarstjórnarstigsins – sameining sveitarfélaga og tekjuleg samskipti ríkis og sveitarfélaga.
Ólafur F. Magnússon óskaði bókað að Frjálslyndir og óháðir muni leggja fram til afgreiðslu á fundinum tillögu tengda verkfalli grunnskólakennara.
2. Samþykkt að haldinn verði aukafundur í borgarstjórn fimmtudaginn 16. desember n.k. þar sem á dagskrá verði síðari umræða um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2005.
3. Samþykkt að hækka stjórn Fasteignastofu úr flokki III í flokk II í launakerfi ráða og nefnda hjá Reykjavíkurborg, frá og með 1. október sl. að telja.
Fundi slitið kl 14.35
Árni Þór Sigurðsson
Alfreð Þorsteinsson