Forsætisnefnd - Fundur nr. 59

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, þriðjudaginn 27. mars, var haldinn 59. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.05. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Jafnframt sátu fundinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá aukafundar borgarstjórnar 29. mars n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Þriggja ára áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar árin 2008-2010; síðari umræða.
b. 38. liður fundargerðar borgarráðs frá 22. mars, flutningur á starfsemi þjónustumiðstöðva, að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.
c. 40. liður fundargerðar borgarráðs frá 22. mars, samkomulag Reykjavíkurborgar og Háspennu ehf. vegna húsnæðiskaupa, að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna.

Ákveðið að fundurinn hefjist kl. 13.00.


Fundi slitið kl. 11.35

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björn Ingi Hrafnsson