Forsætisnefnd - Fundur nr. 58

Forsætisnefnd

MENNINGAR- OG FERÐAMÁLARÁÐ

Ár 2007, mánudaginn 8. október 2007, var haldinn 58. fundur menningar- og ferðamálaráðs. Fundurinn var haldinn í Ingólfsnausti, Vesturgötu 1 og hófst hann kl.10:05. Viðstaddir: Kjartan Magnússon, formaður, Jóhannes Bárðarson, Oddný Sturludóttir, Guðrún Erla Geirsdóttir og Hermann Valsson. Áheyrnarfulltrúi F-lista: Guðrún Ásmundsdóttir. Áheyrnarfulltrúar BÍL: Áslaug Thorlacius og Ágúst Guðmundsson. Af hálfu starfsmanna: Signý Pálsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Skipun í starfshóp um endurskoðun menningarstefnu. Lagt til að fulltrúar meirihluta verði Kjartan Magnússon og Jóhannes Bárðarson og fulltrúi minnihluta Oddný Sturludóttir auk Signýjar Pálsdóttur og Svanhildar Konráðsdóttur. (RM07060006)

2. Skipun fulltrúa BÍL í faghóp til að vera fagráði til ráðgjafar vegna styrkúthlutunar 2008. Lögð fram tillaga formanns um að skipa Elísabetu Waage hörpuleikara, Eirúnu Sigurðardóttur myndlistarmann, Karen Maríu Jónsdóttur fagstjóra dansnáms við leiklistardeild LHÍ, Ólaf Engilbertsson sýningahönnuð og Sveinbjörn I Baldvinsson rithöfund í fagnefnd um styrki 2008. Samþykkt. (RMF07080005)

- Kl. 10:22 kom Marsibil Sæmundardóttir á fundinn.

3. Afmælisrit Árbæjarsafns.

Formaður lagði fram svohljóðandi tillögu:

Í tilefni af 50 ára afmæli Árbæjarsafns er samþykkt að gengist verði fyrir útgáfu vandaðs afmælisrits um safnið og starfsemi þess. Áhersla verði lögð á myndræna framsetningu í ritinu.

Samþykkt.

4. Afhending Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar - til kynningar. Dómnefnd hefur komist að niðurstöðu, nafn verðlaunahafa er trúnaðarmál fram að verðlaunaafhendingu. Verðlaunin verða afhent í Höfða 18. október kl. 16:00. (RMF06090002)

5. Erindi Hallsteins Sigurðssonar vegna höggmynda hans í Gufunesi. Lagt fram bréf Hallsteins til menningar- og ferðamálaráðs dags. 1. október 2007 og til borgarráðs dags. 11. maí.2005 auk umsögn sviðsstjóra dags. 14. júní 2005. Vísað til umsagnar Listasafns Reykjavíkur. (R05050198)

6. Ósk erfingja Þórðar Björnssonar fyrrum borgarfulltrúa og saksóknara um að gefa Reykjavíkurborg bókasafn Þórðar. Lagt fram bréf Braga Kristjónssonar dags. 11.07.2007. (RMF07080001)

7. Þakkarbréf frá CommonNonsense - alþjóðlegum fjöllistahópi - vegna styrkveitingar 2007 - til kynningar. Lagt fram bréf Vals Freys Gunnarssonar f. h. CommonNonsense dags. 20.09.2007. (RMF07030015)

8. Tillaga Samfylkingar um tónleika á Miklatúni - lögð fram á 54. fundi 27.08.2007. Samþykkt að vísa tillögunni til starfshóps um Klambratún.

9. Tillaga Samfylkingar um málþing með listamönnum - lögð fram á 54. fundi 27.08.2007. Samþykkt að vísa tillögunni til nýskipaðs starfshóps um mótun menningarstefnu.

10. Afhjúpun Listaverksins Imagine Peace Tower eftirYoko Ono í Viðey 9. október - til kynningar. Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri kom á fundinn. (RMF06030002)

Fundi slitið kl. 11:30

Kjartan Magnússon

Marsibil Sæmundardóttir Oddný Sturludóttir
Jóhannes Bárðarson Guðrún Erla Geirsdóttir
Hermann Valsson