Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2007, mánudaginn 5. mars, var haldinn 57. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.30. Viðstödd var Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Margrét K. Sverrisdóttir og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir opinberar móttökur Reykjavíkurborgar, dags. í dag.
- Kl. 13.37 tóku Björn Ingi Hrafnsson og Svandís Svavarsdóttir sæti á fundinum.
2. Ákveðið að haldinn verði aukafundur í borgarstjórn fimmtudaginn 29. mars nk., þar sem 3ja ára áætlun Reykjavíkurborgar verður lögð fram til síðari umræðu.
- Kl. 13.41 tók Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundinum.
3. Rætt um verklag á fundum nefnda og ráða Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 14.00
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björn Ingi Hrafnsson Júlíus Vífill Ingvarsson