Forsætisnefnd - Fundur nr. 56

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, föstudaginn 16. febrúar, var haldinn 56. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.55. Viðstödd var Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Björk Vilhelmsdóttir, Margrét Sverrisdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um möguleika á birtingu fundadagatals nefnda og ráða Reykjavíkurborgar á vef borgarinnar.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að kanna málið frekar.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. febrúar n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Umræða um ferðaþjónustu fatlaðra, sbr. einnig 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. febrúar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna).
b. Umræða um málefni stuðningsbýlisins að Miklubraut 18 (að beiðni borgarfulltrúa F-lista, Samfylkingar og Vinstri grænna).
c. Umræða um fyrirhugaða ráðstefnu klámiðnaðarins í Reykjavík í byrjun mars n.k. (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna).
d. Umræða um forgangsröðun vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. febrúar (að beiðni borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna).

3. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 13. desember sl. um meðferð fyrirspurna og lengd bókana í fundargerðum.

Fundi slitið kl 10.40

Hanna Birna Kristjánsdóttir