Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2007, mánudaginn 2. febrúar, var haldinn 55. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.45. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlís Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Gunnar Eydal og Jónína H. Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram og samþykkt áður útsend dagskrá fundar borgarstjórnar 8. febrúar n.k.
2. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, dags. í dag.
Samþykkt.
Móttökufulltrúi sat fundinn við meðferð málsins.
3. Lögð fram tillaga að breytingu á 5. gr. samþykktar um starfsaðstöðu borgarfulltrúa.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar falin útfærsla á breytingunni í samráði við forsætisnefnd.
4. Kynnt breytt uppsetning á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 með síðari breytingum.
Fundi slitið kl 14.05
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson