Forsætisnefnd - Fundur nr. 54

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2007, föstudaginn 12. janúar, var haldinn 54. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.50. Viðstödd var Hanna Birna Kristjánsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Svandís Svavarsdóttir, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.


Þetta gerðist:

1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, dags. í dag.
Samþykkt.
Móttökufulltrúi sat fundinn við meðferð málsins.

2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 16. janúar n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Kosning fulltrúa í nefndir og ráð.
b. Umræða um málefni húsnæðislausra (að beiðni borgarfulltrúa Vinstri grænna).

3. Rætt um samþykkt um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa.


Fundi slitið kl 10.20

Hanna Birna Kristjánsdóttir