Forsætisnefnd - Fundur nr. 53

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2006, föstudaginn 15. desember, var haldinn 53. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.50. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Ólafur F. Magnússon, Gunnar Eydal og Jónína H. Björgvinsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Rætt um fyrirkomulag og útsendingu gagna borgarstjórnarfundar 19. desember. Ákveðið að fundurinn hefjist kl. 10.00.
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 19. desember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007; síðari umræða.

2. Rætt um dagskrá fundar borgarstjórnar 2. janúar 2007.

3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 13. þ.m. um meðferð fyrirspurna og lengd bókana í fundargerðum.

4. Rætt um hvort takmarka eigi tölvunotkun á fundum.
Ákvörðun frestað.

5. Rætt um fyrirkomulag borgarráðsfunda og fundartíma borgarráðs og borgarstjórnar.

Forsætisnefnd gerir tillögu til borgarráðs um að upphaf borgarráðsfunda færist í tilraunaskyni frá kl. 11.00 til kl. 9.00.

Skrifstofu borgarstjórnar falið að afla upplýsinga um lengd borgarstjórnarfunda undanfarin misseri.

Fundi slitið kl. 10.30

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björn Ingi Hrafnsson