Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2006, föstudaginn 1. desember, var haldinn 52. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson. Jafnframt sátu fundinn Svandís Svavarsdóttir, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur og gestamóttökur borgarstjóra, dags. í dag.
1. og 2. liður samþykktir.
2. Rætt um tæknimál í borgarstjórnarsal og borgarráðsherbergi.
3. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 23. f.m. varðandi bókanir og fyrirspurnir á fundum borgarstjórnar og borgarráðs.
Skrifstofustjóra borgarstjórnar falið að taka saman minnisblað um bókun fyrirspurna og lengd bókana í fundargerðum nefnda og ráða.
4. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 5. desember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007; fyrri umræða.
b. Umsögn um frumvarp til laga um Landsvirkjun, sbr. 16. liður fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember.
Fundi slitið kl 11.00
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson