Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2006, fimmtudaginn 2. nóvember, var haldinn 50. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.25. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, afgreiðslur skrifstofustjóra borgarstjórnar og gestamóttökur borgarstjóra og forseta borgarstjórnar, dags. í dag.
Samþykkt.
2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. nóvember n.k.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a. Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um opnun lækjarins við Lækjargötu.
b. Tillaga borgarfulltrúa Vinstri grænna um aðgerðir til að jafna hlut kynjanna við íþróttaiðkun.
c. Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar um endurnýjun Lækjartorgs.
Fundi slitið kl 15.45
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björn Ingi Hrafnsson