No translated content text
Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2006, þriðjudaginn 26. september, var haldinn 49. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.35. Viðstödd voru Hanna Birna Kristjánsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson. Jafnframt sátu fundinn Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir, Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson, sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir móttökur í júní, júlí og ágúst, dags. í dag.
Móttökufulltrúi sat fundinn við meðferð málsins.
2. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 3. október n.k.
3. Rætt um málfarsvenjur á fundum borgarstjórnar.
Fundi slitið kl 11.05
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Björn Ingi Hrafnsson