Forsætisnefnd - Fundur nr. 45

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Ár 2006, fimmtudaginn 29. júní, var haldinn 45. fundur í . Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 13.30. Viðstaddir voru, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Ólafur Kr. Hjörleifsson og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf forseta borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi breytingu á 2. mgr. 4. gr. samþykktar um kjör og starfsaðstöðu kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg. Jafnframt er lagt til að við bætist nýr III. Kafli “um þóknun fyrir störf fyrstu varamanna framboðslista”.
Samþykkt.

Lögð fram svohljóðandi tillaga forseta og fyrsta varaforseta borgarstjórnar:

Lagt er til að þráðlausum netaðgangi verði komið upp í fundarsölum borgarstjórnar og borgarráðs til þess að auðvelda borgarfulltrúum störf sín og stuðla að auknum rafrænum samskiptum og leitast við að draga úr pappírsflóði í tenglum við fundahöld.

Samþykkt.

2. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, dags. 28. þ.m.
Liðir 1,2 og 3 samþykktir með fyrirvara um þáttöku ráðstefnuhaldara.

3. Samþykkt að fundartími forsætisnefndar verði á föstudögum fyrir borgarstjórnarfundi kl. 10.00.

Fundi slitið kl. 13.55.

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Björn Ingi Hrafnsson