Forsætisnefnd
FORSÆTISNEFND
Ár 2006, mánudaginn 24. apríl var haldinn 40. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.00. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein og Árni Þór Sigurðsson. Jafnframt sátu fundinn Ólafur F. Magnússon og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.
Þá sátu fundinn Sveinn Jónsson, Símon Hallsson, Ágúst Hrafnkelsson, Birgir Finnbogason, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Bjarni Freyr Bjarnason, Kristján Svanbergsson, ásamt ytri endurskoðendum, Gerði Guðjónsdóttur og Guðmundi Snorrasyni frá Grant Thornton Endurskoðun ehf.
Þetta gerðist:
1. Borgarbókari fór yfir og skýrði ársreikninga Reykjavíkurborgar.
2. Fjárreiðustjóri kynnti ársyfirlit 2005, þróun krónunnar og vaxta, skammtíma og langtíma, breytingar á lánasafni borgarinnar, langtímakröfur og yfirlit fyrsta ársfjórðungs 2006.
- Kl. 10.45 víkur Alfreð Þorsteinsson af fundi.
3. Fjárhagsáætlunarfulltrúi kynnti fjárhagsáætlun 2005, breytingar á árinu og útkomu m.v. heimildir.
- Kl. 11.00 tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir sæti á fundinum.
4. Fulltrúar Grant Thornton ehf. kynntu endurskoðunarskýrslu vegna A og B-hluta reikningsins. Ekki falla þó öll B-hluta fyrirtæki þar undir s.s. Félagsbústaðir hf. og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
Fundi slitið kl. 11.30
Alfreð Þorsteinsson
Stefán Jón Hafstein Árni Þór Sigurðsson