No translated content text
Forsætisnefnd
Skipulagsráð
Ár 2005, miðvikudaginn 2. febrúar kl. 09:05, var haldinn 4. fundur skipulagsráðs Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn að Borgartúni 3, 4. hæð. Viðstaddir voru: Dagur B. Eggertsson, Anna Kristinsdóttir, Óskar Dýrmundur Ólafsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Benedikt Geirsson, Kristján Guðmundsson og áheyrnarfulltrúinn Sveinn Aðalsteinsson. Eftirtaldir embættismenn sátu fundinn: Salvör Jónsdóttir, Helga Bragadóttir, Magnús Sædal Svavarsson, Stefán Finnsson, Ágúst Jónsson og Jón Árni Halldórsson. Auk þess gerðu eftirtaldir embættismenn grein fyrir einstökum málum: Jóhannes Kjarval, Nikulás Úlfar Másson, Margrét Leifsdóttir og Ágústa Sveinbjörnsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
(A) Skipulagsmál
1. Hlemmur, /Borgartún (01.2) Mál nr. SN040563
Lögð fram drög að forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 27.01.05.
Drög að forsögn skipulagsfulltrúa kynnt. Frestað á milli funda.
2. Reitur 1.154.3, Barónsreitur, breyting á deiliskipulagi (01.154.3) Mál nr. SN030201
Að lokinni kynningu fyrir hagsmunaaðilum eru lagðir fram að nýju uppdrættir teiknistofunnar Úti og inni, dags. 26.08.04, að breytingu á deiliskipulagi á reit 1.154.3, Barónsreit. Þessir sendu inn athugasemdir: 8 eigendur allra íbúða Vitastígs 3, Sigríður Hrafnkelsdóttir hdl f.h. fasteignafélagsins Stoðir, dags. 27.09.04, Björgvin Þorsteinsson hrl f.h. Neskjörs ehf, dags. 27.09.04. Einnig lagðir fram vinnuuppdrættir, dags. 31.01.05.
Athugasemdir kynntar. Frestað.
3. Reitir 1.151.4, Þjóðleikhússreitur, (01.151.4) Mál nr. SN040055
Að lokinni forkynningu til hagsmunaaðila eru lögð fram tillaga skipulagsfulltrúa að deiliskipulagi reits 1.151.4, dags. 11.11.04. Lögð fram bréf þjóðleikhússtjóra, dags. 26.01.05 og 20.05.04. Athugasemdabréf barst frá Félagi bókagerðarmanna, dags. 02.12.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 20.01.05.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
4. Reitur 1.151.5, (01.151.5) Mál nr. SN040612
Að lokinni forkynningu til hagsmunaaðila er lögð fram tillaga Studio Granda að deiliskipulagi reits 1.151.5, dags. 11.11.04. Athugasemdabréf bárust frá Axel Hilmarssyni, dags. 30.11.04, varðandi Klapparstíg 18, Danska sendiráðinu, Hverfisgötu 29, dags. 06.12.04. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa, dags. 20.01.05.
Frestað á milli funda.
5. Garðastræti 33, breyting á deiliskipulagi (01.161.1) Mál nr. SN040701
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 33 við Garðastræti. Málið var í grenndarkynningu frá 27. desember 2004 til 24. janúar 2005. Athugasemdabréf bárust frá Guðjóni Pedersen, Suðurgötu 4, dags. 13.01.05, formanns húsfélags Túngötu 5, dags. 14.01.05, Iðunni Leifsdóttur Túngötu 3, dags. 20.01.05, íbúar Túngötu 3, dags. 19.01.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 31.01.05.
Synjað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa. Skipulagsráð felur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa að funda með lóðarhafa til að leita annarra lausna á lóðinni með liðsinni utanríkisráðuneytisins.
6. Sléttuvegur, breyting á aðalskipulagi (01.79) Mál nr. SN040539
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa dags. 13. október 2004 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur. Málið var í kynningu frá 17. nóvember til 31. desember 2004, framl. til 25. janúar 2005. Athugasemdarbréf bárust frá Nestor lögmönnum f.h. húsfélagsins að Sléttuvegi 15-17, dags. 24.01.05 og 29.12.04, ásamt undirskriftalista 116 íbúa. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir dags. 17. janúar 2005.
Auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa Reykjavíkurlista. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Vísað til borgarráðs.
7. Sléttuvegur, breyting á deiliskipulagi (01.79) Mál nr. SN040484
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga skipulagsfulltrúa að breytingu á deiliskipulagi, dags. 12.10.2004, að lóð D við Sléttuveg. Einnig lagt fram bréf íbúa í nágrenni ofangreindrar lóðar, dags. 01.10.04. Auglýsingin stóð yfir frá 17. nóvember til 31. desember 2004, framl. til 25. janúar 2005. Athugasemdarbréf bárust frá Nestor lögmönnum f.h. húsfélagsins að Sléttuvegi 15-17, dags. 29.12.04, ásamt undirskriftalista 116 íbúa, Arkitektur.is, dags. 30.12.04, Nestor lögmönnum f.h. húsfélagsins að Sléttuvegi 15-17, dags. 24.01.05 og tölvupóstur Helgu Benediktsdóttur ark. f.h. Samtaka aldraðra, dags. 31.01.05. Einnig lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa um athugasemdir, dags. 27.01.05 ásamt sneiðingum dags. 6.01.05 og skuggavarpi mótt. 6.01.05.
Frestað á milli funda.
8. Hlíðarendi, Knattspyrnufélagið Valur, breyting á deiliskipulagi (01.6) Mál nr. SN040439
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Alark arkitekta, dags. 20.08.04, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Vals við Hlíðarenda ásamt greinargerð Verkfræðistofu um hljóðvist, dags. 2.07.04. Einnig lagður fram viðauki við samning Vals og Reykjavíkurborgar frá 11. maí 2002 og umsögn Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur, dags. 16.09.04. Málið var í auglýsingu frá 20. október til 1. desember 2004. Athugasemdabréf barst frá Símanum, dags. 22.11.04. Einnig lagt fram bréf umhverfis- og tæknisviðs, dags. 06.12.04.
Auglýst tillaga samþykkt.
Vísað til borgarráðs.
9. Suður Mjódd, íþróttasvæði Í.R. breyting á deiliskipulagi (04.91) Mál nr. SN040699
Lögð fram tillaga Arkís ehf, dags. 15.12.04, að breytingu á deiliskipulagi á íþróttasvæði Í.R. í Suður Mjódd.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu auk þess sem hún verður sérstaklega kynnt fyrir hverfisráði Breiðholts.
Vísað til borgarráðs.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að senda tillöguna í auglýsingu með öllum hefðbundnum fyrirvörum um endanlega afstöðu.
(B) Byggingarmál
10. Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, fundargerð Mál nr. BN030919
Fylgiskjal með fundargerð þessari er fundargerð nr. 333 frá 1. febrúar 2005.
11. Hólmvað 24-36, nýtt fjölbýlishús með 18 íbúðum Mál nr. BN030855
Félagsbústaðir hf, Hallveigarstíg 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að byggja fjölbýlishús úr steinsteypu klæddri málmklæðningu og timbri á lóðinni nr. 24-36 við Hólmvað.
Húsið er 2-3 hæðir og í því eru átján íbúðir.
Stærðir: 1. hæð, íbúðir o.fl. 332,3 ferm. 2. hæð, íbúðir 722,0 ferm. 3. hæð, íbúðir 673,0 ferm.
Samtals 1727,3 ferm. og 5662,0 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 322.734
Nefndin gerir ekki athugasemd við að veitt verði byggingarleyfi þegar teikningar hafa verið lagfærðar í samræmi við athugasemdir á umsóknareyðublaði.
Málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.
12. Sólheimar 29-35, bráðabirgða skólahúsnæði (01.433.503) Mál nr. BN030582
Fasteignastofa Reykjavíkurborg, Skúlatúni 2, 105 Reykjavík
Að lokinni grenndarkynningu byggingarleyfisumsóknar er lagt fram að nýju bréf frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa 14. desember 2004, þar sem sótt er um leyfi til þess að innrétta áður atvinnuhús og íbúðarhús sem bráðabirgða skólahúsnæði (2 ár) fyrir Vogaskóla, á 1. hæð yrði lokað af inndregið rými með gluggavegg til að opna milli matshluta, á 2. hæð yrði skólastjórnun og námsver og í hluta kjallara kæmi frístundarheimili ÍTR á lóð nr. 29-35 við Sólheima, samkv. uppdr. Fasteignastofu, dags. 10.12.04. Bréf hönnuðar dags. 23. nóvember 2004 fylgir erindinu. Málið var í kynningu frá 22. desember til 19. janúar 2005. Athugasemd barst frá stjórn húsfélagsins Sólheimar 27, dags. 16.01.05. Einnig lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa og svör dags. 28.01.05.
Stærð: Tengigangur 21,6 ferm., 73,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 4.212
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits. Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
(C) Fyrirspurnir
13. Ofanleiti 14, (fsp) nýbygging (01.746.2) Mál nr. SN050031
Pálmi Guðmundsson Ragnars, Skúlagata 62, 105 Reykjavík
Lögð fram fyrirspurn Pálma Guðmundssonar arkitekts, mótt. 13.01.05, varðandi byggingu íbúðarhúss á lóðinni nr. 14 við Ofanleiti, samkv. uppdr. dags. 11.01.05.
Neikvætt. Fyrirspurnin samræmist ekki ákvæðum deiliskipulags.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vék af fundi kl. 11:45.
(D) Ýmis mál
14. Afgreiðslufundir Skipulagsfulltrúa Reykjavíkur, fundargerð Mál nr. SN010070
Lögð fram fundargerð afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa Reykjavíkur frá 28. janúar 2005.
15. Yfirlit um byggingarframkvæmdir í Reykjavík 2004, Mál nr. BN030921
Lagt fram yfirlit byggingarfulltrúa um afgreiðslur mála árið 2004.
Kynnt.
16. Lindargata 44A, ósk um undanþágu (01.152.509) Mál nr. BN030920
Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins dags. 26. janúar 2005, vegna fyrirhugaðra stúdentagarðar við Lindargötu.
Skipulagsráð mælir með undanþágu vegna liða merktra 1, 2 og 3 en tekur ekki afstöðu til liðs nr. 4 þar sem hann er ekki á valdsviði ráðsins heldur Brunamálastofnunar.
17. Ofanleiti 17, (01.744.105) Mál nr. BN029349
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11.08.04, vegna kæru Gunnars Sæmundssonar hrl. frá 16.06.04, þar sem kærð er samþykkt skipulags- og byggingarnefndar frá 5.05.04, vegna sólpalls og girðingar um sérnotaflöt íbúðar í Ofanleiti 15-17. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu skipulags- og byggingarsviðs dags. 31. janúar 2005.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
18. Steinasel 8, málskot (04.924.308) Mál nr. BN027744
Pálmi Jóhannesson, Bandaríkin,
Lagður fram tölvupóstur Arkinn ehf, dags. 19.01.05, varðandi beiðni um að skipulagsráð afturkalli þá ákvörðun sína að synja umsókn teiknistofunnar Arkinn ehf um leyfi til breytinga á húsinu á lóðinni nr. 8 við Steinasel.
Frestað á milli funda.
19. Grafarholt austur, Klausturstígur, (04.1) Mál nr. SN040231
Byggingafélag námsmanna, Laugavegi 66, 101 Reykjavík
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarráðs um samþykkt borgarráðs 20. janúar 2005 á bókun skipulags- og byggingarnefndar frá 19. þ.m., varðandi breytingu á deiliskipulagi í Grafarholti austur, Klausturstíg.
Fundi slitið kl. 11:50.
Dagur B. Eggertsson
Anna Kristinsdóttir Óskar Dýrmundur Ólafsson
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Guðlaugur Þór Þórðarson
Benedikt Geirsson Kristján Guðmundsson
Afgreiðsla byggingarfulltrúa samkv. reglugerð nr. 558/2003
Árið 2005, þriðjudaginn 1. febrúar kl. 10:10 fyrir hádegi hélt byggingarfulltrúinn í Reykjavík 333. fund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar skipulags- og byggingarnefndar. Fundurinn var haldinn í fundarherberginu 4. hæð Borgartúni 3. Þessi sátu fundinn: Magnús Sædal Svavarsson, Bjarni Þór Jónsson, Þórður Búason, Helga Guðmundsdóttir, Sigurður Pálmi Ásbergsson og Sigríður Kristín Þórisdóttir.
Fundarritari var Bjarni Þór Jónsson.
Þetta gerðist:
Nýjar/br. fasteignir
1. Aðalstræti 6, reyndarteikningar (01.136.502) Mál nr. BN030763
Húsfélagið Aðalstræti 6, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík
Lagðar inn reyndarteikningar að húsinu nr. 6 við Aðalstræti.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
2. Austurstræti 18, endurnýjað byggingarleyfi (01.140.502) Mál nr. BN030838
B.Pálsson sf, Hallarmúla 4, 108 Reykjavík
Sótt er um endurnýjun á byggingarleyfi 24258 frá 18. desember 2001 þar sem sótt var um #GLleyfi til þess að hækka útbyggða glerframhlið að Austurstræti um eina hæð, byggja glerskála fyrir kaffisölu við suðurhlið 2. hæðar, loka þakgluggum á bakbyggingu og breyta þakinu í svalir ásamt samþykki fyrir áður gerðum breytingum á stigum í kjallara og á 1. hæð og opum í plötu 1. hæðar hússins á lóðinni nr. 18 við Austurstræti.#GL
Jafnframt lögð fram útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005.
Stærð: Glerskáli og stækkun 3. hæðar 45 ferm., 233,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 13.332
Frestað.
Með vísan til útskriftar úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa er málinu vísað í deiliskipulagsvinnu sem stendur yfir.
3. Austurstræti 8-10, breyting kjallara (01.140.404) Mál nr. BN030705
Langastétt ehf, Austurstræti 17, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi kjallara, í stað líkamsræktarstöðvar er kjallara skipt í tvö aðalrými (geymslurými) og samfara því sótt um nýja flóttaleið samtengda flóttaleið af efri hæðum, Austurstrætismegin, á lóðinni nr. 8-10 við Austurstræti.
Umsögn burðarvirkishönnuðar dags. 24. janúar 2005 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
4. Bankastræti 8, sameina rými f. kaffihús (01.170.305) Mál nr. BN030909
Sara sf,snyrtivöruverslun, Bankastræti 8, 101 Reykjavík
Ólafur Björgúlfsson, Tjarnarstígur 10, 170 Seltjarnarnes
Sótt er um leyfi til þess að stækka núverandi kaffihús yfir í áður verslunarpláss í vestarihluta hússins á lóð nr. 8 við Bankastræti.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna nýtingarhlutfalls götuhliða.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
5. Bergstaðastræti 77, tvær viðbyggingar o.fl. (01.196.409) Mál nr. BN030879
Skúli Þorvaldsson, Bergstaðastræti 77, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypta viðbyggingu við norðurhlið og aðra við suðurhlið 1. hæðar einbýlishússins á lóð nr. 77 við Bergstaðastræti.
Stærð: Viðbyggingar samtals 32,3 ferm., xxx rúmm.
Gjald kr. 5.700 + xxx
Frestað.
Málinu vísað til skipulagsfulltrúa til ákvörðunar um grenndarkynningu. Vísað er til uppdrátta nr. 1.01 - 1.04 dags. 20. janúar 2005.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
6. Bergþórugata 31, reyndarteikn., br. rishæð (01.190.322) Mál nr. BN030873
Hjálmtýr E Hjálmtýsson, Sólvallagata 33,
Matthías Bogi Hjálmtýsson, Vesturfold 40, 112 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara og fyrir núverandi fyrirkomulagi íbúðar á rishæð ásamt leyfi til þess að opna milli risíbúðar og rislofts fjölbýlishússins á lóð nr. 31 við Bergþórugötu.
Samþykki meðeigenda (á teikningu), íbúðarskoðun byggingarfulltrúa dags. 14. október 2003, virðingargjörð dags. 1. maí 1943 og skiptayfirlýsing dags. 24. febrúar 1976 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Sigurður Pálmi Ásbergsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
7. Bólstaðarhlíð 10, leiðr. tafla + reyndart. mhl.02 (01.273.005) Mál nr. BN030791
Friðbjörn Hólm, Bólstaðarhlíð 10, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttum teikningum af húsi (matshl.01) og bílskúr (matshl. 02) á lóðinni nr. 10 við Bólstaðarhlíð.
Rýmisnúmer eru leiðrétt í matshluta 01 og gerð er grein fyrir áður gerðri kjallarageymslu undir matshl. 02.
Samþykki meðeigenda dags. 21. og 23. janúar 2005 fylgir erindinu. Bréf hönnuðar dags. 21. janúar 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Áður gerð geymsla (rými 02-0001) 28,0 ferm. og 66,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 3.813
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Samþykkt með skilyrði:
Skilyrt er að virkt útsog sé frá gólfi í kjallarageymslu undir bílskúr.
8. Fákafen 11, framkvæmdir í kjallara viðgerð eftir bruna (01.463.402)Mál nr. BN025890
Gísli Jóhannesson, Frostaskjól 11, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum hússins nr. 11 við Fákafen.
Bréf hönnuðar dags. 24. september 2002 fylgir erindinu.
Gjald kr. 4.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsækjanda bent á að æskilegt er að lóðirnar Fákafen 9 og 11 séu ein lóð þar sem byggingar á núverandi lóðum eru taldar eitt hús.
9. Fákafen 9, breytingar (01.463.401) Mál nr. BN026320
Ragnar Thorsteinsson, Smáraflöt 22, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum hússins nr. 9 við Fákafen.
Gjald kr. 4.800
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Umsækjanda bent á að æskilegt er að lóðirnar Fákafen 9 og 11 séu ein lóð þar sem byggingar á núverandi lóðum eru taldar eitt hús.
10. Flugvallarv. Keiluh., skrifstofubygging (01.751.201) Mál nr. BN030653
Aðhald ehf, Aftanhæð 1, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi til þess að byggja við núverandi sorpgeymslu og byggja 2. hæð fyrir skrifstofu þar ofan á, minnka nýsamþykkta viðbyggingu við suðurhlið og fjölga bílastæðum um tvö bílastæði á lóð Keiluhallarinnar við Flugvallaveg.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 7. janúar 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Nýsamþykkt viðbygging var samtals 590,9 ferm. verður 558,8 ferm., skrifstofuviðbygging í norðvestur neðri hæð 44,1 ferm., efri hæð 62,3 fem., samtals 106,4 ferm., 306 rúmm. Samtals verður hús 2712,6 ferm., 11005 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.700 + 17.442
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
11. Frakkastígur 7, mhl. 01 breyting inni og úti (01.173.030) Mál nr. BN030464
Högni Gunnarsson, Frakkastígur 7, 101 Reykjavík
Indriði Björnsson, Lokastígur 6, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fella niður stiga milli fyrstu og annarrar hæðar, byggja útitröppur úr timbri, koma fyrir sérinngangi að íbúð á annarri hæð og breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 01 á lóðinni nr. 7 við Frakkastíg.
Jafnframt er sótt um leyfi til þess að byggja setlaug í suðurhorni lóðarinnar.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 12. nóvember 2004 fylgir erindinu.
Samþykki nokkurra nágranna og samþykki meðlóðarhafa (ódags.) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
12. Framnesvegur 40, reyndarteikningar (01.133.413) Mál nr. BN030901
Bertel B Jónsson, Framnesvegur 40, 101 Reykjavík
Páll Sigurjónsson, Laufbrekka 24, 200 Kópavogur
Ragnar B Johansen, Hörgsland 1, 880 Kirkjubæjarklaustur
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi íbúðarhúss sem sýnir tvær íbúðir á 1. hæð og geymslukjallara undir hluta íbúðarhúss á lóð nr. 40 við Framnesveg.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
13. Geitastekkur 1, áður gerður kj. + ný sólst. (04.615.001) Mál nr. BN029798
Ívar Sigurður Kristinsson, Geitastekkur 1, 109 Reykjavík
Erla Halldórsdóttir, Geitastekkur 1, 109 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun kjallara og 1. hæðar ásamt leyfi til þess að byggja sólstofu að suðurhlið einbýlishússins á lóðinni nr. 1 við Geitastekk.
Samþykki nágranna dags. 23. janúar 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Áður gerð stækkun kjallari 4 ferm., 9,3 rúmm., 1. hæð 8 ferm., 25,6 rúmm.
Sólstofa 35,9 ferm. og 128,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.700 + 9.325
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
14. Grenimelur 31, rífa niður veggi á 1.h (01.540.303) Mál nr. BN030899
Jón Páll Haraldsson, Grenimelur 31, 107 Reykjavík
Sif Einarsdóttir, Grenimelur 31, 107 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjarlægja steinsteyptann vegg milli eldhúss og forstofu og stækka op að stofu íbúðar 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 31 við Grenimel.
Samþykki meðeigenda dags. 25. nóvember og ódags. ásamt útreikningi burðarvirkishönnuðar dags. 10. nóvember 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
15. Grettisgata 44A, áður gerð íbúð kj. (01.190.017) Mál nr. BN030829
Hans Óttar Jóhannsson, Ingólfsstræti 10, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri íbúð í kjallara fjöleignarhússins á lóð nr. 44A við Grettisgötu.
Samþykki meðeigenda dags. 10. janúar 2005 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Lagfæra skráningu.
16. Grjótháls 1-3, reyndarteikn. - br. starfsemi (04.302.401) Mál nr. BN030473
Þjónustufélagið ehf, Suðurlandsbraut 4a, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á innra skipulagi aðallega vegna útleigu húsnæðis undir tilraunir og viðgerðir á 2. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 1-3 við Grjótháls.
Bréf hönnuðar dags. 15. janúar 2005 og umsögn brunahönnuðar dags. 31. janúar 2005 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Lagfæra skráningu.
17. Guðrúnargata 8, áður gert íbúðarrými í kjallara (01.247.704) Mál nr. BN030803
Aðalsteinn Júlíusson, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík
Elín Lára Ingólfsdóttir, Guðrúnargata 8, 105 Reykjavík
Haraldur S. Thorsteinsson, Bandaríkin,
Sótt er um leyfi fyrir áður gerðri íbúð í kjallara hússins nr. 8 við Guðrúnargötu. Íbúðarrýmið er eignatengt fyrstu hæð hússins. Jafnframt er sótt um leyfi fyrir áður gerðum breytingum á innra fyrirkomulagi og gluggum á fyrstu hæð.
Erindinu fylgir skoðunarskýrsla bygingarfulltrúa dags. 12. jan. 2005, virðingargjörð dags. 1. sept. 1942, blað úr manntalsskýrslu 1952, umsókn um úttekt á innlögn eldavélar dags. 15. sept. 1959.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
18. Hafnarstræti 1-3, bakhús, br á innra frkl mhl 02 (01.140.005) Mál nr. BN030530
Rökkur ehf, Vindási 4, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi á öllum hæðum veitingahúss í matshluta 02 (bakhús) á lóðinni nr. 1-3 við Hafnarstræti. M.a. verði veitingastarfsemi komið fyrir í kjallara, veitingastaðir verði tveir í stað eins og salarhæðum verði breytt.
Umsögn Húsafriðunarnefndar, dags. 26. nóv. 2004 og umsögn Árbæjarsafns, dags. 29. nóv. 2004 fylgja erindinu.
Erindinu fylgir kaupsamningur innfærður 12. okt. 2004, yfirlýsing vegna forkaupsréttar dags. 30. sept. 2004.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Vantar stækkun í rúmmetrum.
19. Háagerði 19, garðskýli og sólpallur (01.815.210) Mál nr. BN030880
Anna Hinriksdóttir, Háagerði 19, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir garðskýli úr timbri á norðurhluta lóðar,sólpalli með heitum potti og skjólgirðingu við íbúðarhúsið á lóð nr. 19 við Háagerði.
Samþykki nágranna að Háagerði 17 (á teikningu) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
20. Háagerði 23, stækkun kjallara (01.815.212) Mál nr. BN029545
Björn Ólafur Hallgrímsson, Sigluvogur 13, 104 Reykjavík
Fanney Helgadóttir, Hraunbær 166, 110 Reykjavík
Skarphéðinn Skarphéðinsson, Háagerði 23, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun kjallara í sökkulrými og áður gerðum kjallaratröppum við suðurhlið íbúðarhúss á lóð nr. 23 við Háagerði vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar.
Afsalsbréf (v. íbúðar 0201) dags. 24. nóvember 1967 fylgir erindinu. Samþykki meðeiganda dags. 9. desember 2004 fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun kjallari 7,9 ferm. og 18,2 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 983
Frestað.
Lagfæra skráningu.
21. Háaleitisbraut 1, endurnýjun á anddyri o.fl. (01.252.101) Mál nr. BN030196
Sjálfstæðisflokkurinn, Háaleitisbraut 1, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að stækka anddyri við aðalinngang hússins nr. 1 við Háaleitisbraut.
Stækkun: 3,2 ferm. og 10,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 593
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
22. Hávallagata 42, bifreiðastæði (01.137.420) Mál nr. BN030735
Kjartan Magnússon, Hávallagata 42, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að útbúa tvö bílastæði á lóðinni nr. 42 við Hávallagötu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 8. mars 2002 (v. fyrirspurnar) ásamt bréfi dags. 19. febrúar 2002 (v. fyrirspurnar) fylgja erindinu.
Bréf umsækjanda dags.14. desember 2004 fylgir erindinu. Samþykki nokkurra nágranna fylgir erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 28. janúar 2005 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.400
Frestað.
Með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa er hægt að leyfa eitt bílastæði á lóðinni.
Berist byggingarleyfisumsókn um það verður hún grenndarkynnt.
23. Holtavegur 8-10, nr. 10 stigahús ofl. (01.408.101) Mál nr. BN030854
Landsafl hf, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að reisa nýtt stigahús úr stáli við suðvesturhorn hússins nr. 10 við Holtagarða. Jafnframt verði gerðar minniháttar breytingar á fyrirkomulagi innanhúss.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
24. Hólmgarður 35, breytingar (01.819.010) Mál nr. BN030908
Helga Birna Brynjólfsdóttir, Hólmgarður 35, 108 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi íbúðar á annarri hæð hússins á lóðinni nr. 35 við Hólmgarð.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
25. Hörpugata 13, reyndarteikningar (01.635.804) Mál nr. BN030569
Bess Renee Neal, Hörpugata 13, 101 Reykjavík
Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, Hörpugata 13, 101 Reykjavík
Kristín Þorvaldsdóttir, Hörpugata 13, 101 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar fyrir fjölbýlishúsið á lóð nr. 13 við Hörpugötu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
26. Klapparstígur 14, nýtt fjölbýli (01.151.504) Mál nr. BN030702
Hvítás ehf, Klapparstíg 16, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja fimm hæða fjölbýlishús með átta íbúðum á lóðinni nr. 14 við Klapparstíg.
Húsið er steinsteypt, einangrað og klætt utan með múrkerfi og málmklæðningu.
Bréf eldvarnarhönnuðar dags. 25. janúar 2005 fylgir erindinu.
Tölvubréf aðalhönnuðar varðandi breidd stigahúsa dags. 27. janúar 2005 fylgir erindinu.
Stærð: Kjallari, geymslur o.fl. 139,5 ferm., 1. hæð íbúð o.fl. 134,0 ferm., 2. hæð íbúðir 167,0 ferm., 3. hæð íbúðir 167,0 ferm., 4. hæð íbúðir 167,0 ferm., 5. hæð íbúð 123,6 ferm.
Samtals 898,1 ferm. og 2704,5 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 154.157
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
27. Klausturstígur 1-11/ Kapellustígur 1-13, 82 námsmannaíb. Mál nr. BN030813
Byggingafélag námsmanna, Laugavegi 66, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja þrílyft steinsteypt fjölbýlishús nr. 3-11 við Klausturstíg með 82 námsmannaíbúðum, allt einangrað að utan og klætt með ýmist sléttri eða báraðri álklæðningu, sem 1. áfanga uppbyggingar á lóð nr. 1-11 við Klausturstíg og 1-13 við Kapellustíg.
Bréf Byggingarfélags námsmanna dags. 28. desember 2004,bréf landslagsarkitekts dags. 28. desember 2004 og bréf hönnuða dags. 29. desember 2004 og 11. janúar 2005 fylgja erindinu.
Stærð: Námsmannaíbúðir 1. hæð 1461,5 ferm., 2. hæð 1337,2 ferm., 3. hæð 1337,2 ferm., samtals 4135,9 ferm., 12138,4 rúmm. Svalgangar og tröppur (B-rými) samtals 1102,1 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 754.709
Frestað.
Skipulagsferli ólokið.
28. Kólguvað 1-13, 7, 2.hæða tvíbýlishús (04.733.601) Mál nr. BN030767
Sparisjóður Hafnarfjarðar, Strandgötu 8-10, 220 Hafnarfjörður
Sótt er um leyfi til þess að byggja sjö steinsteypt, tvílyft tvíbýlishús með fjórtán íbúðum og sjö bílgeymslum á lóðinni nr. 1-13 við Kólguvað.
Stærð: Hús nr. 1 (matshl. 01) 1.hæð íbúðarhluti 141,0 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 293,7 ferm. og 864,7 rúmm.
Hús nr. 3 (matshl. 02) 1.hæð íbúðarhluti 141,0 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 293,7 ferm. og 864,7 rúmm.
Hús nr. 5 (matshl. 03) 1.hæð íbúðarhluti 141,0 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 293,7 ferm. og 864,7 rúmm.
Hús nr. 7 (matshl. 04) 1.hæð íbúðarhluti 141,0 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 293,7 ferm. og 864,7 rúmm..
Hús nr. 9 (matshl. 05) 1.hæð íbúðarhluti 141,0 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 293,7 ferm. og 864,7 rúmm.
Hús nr. 11 (matshl. 06) 1.hæð íbúðarhluti 141,0 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 293,7 ferm. og 864,7 rúmm.
Hús nr. 13 (matshl. 07) 1.hæð íbúðarhluti 141,0 ferm., bílgeymsla 25,2 ferm. 2.hæð íbúð 127,5 ferm. Samtals 293,7 ferm. og 864,7 rúmm.
Alls samtals 2055,9 ferm. og 6.052,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 345.015
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
29. Köllunarklettsvegur 6, atvinnuhúsnæði (01.329.301) Mál nr. BN030698
Á.Ó.eignarhaldsfélag ehf, Skútuvogi 11a, 104 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja tvílyft atvinnuhúsnæði úr steinsteypu og stálgrind klætt álklæðningu á lóðinni nr. 6 við Köllunarklettsveg.
Bréf Reykjavíkurhafnar dags. 5. maí og 16. júní 2004 fylgja erindinu.
Brunahönnun dags. 7. janúar 2005 fylgir erindinu.
Stærð: 1. hæð lager o.fl. 1828,4 ferm., 2. hæð skrifstofa 564,6 ferm.
Samtals 2393,0 ferm. og 23826,9 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 1.358.133
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
30. Laugateigur 39, reyndarteikningar (01.365.024) Mál nr. BN030878
Laugateigur 39,húsfélag, Laugateigi 39, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun kjallaraíbúðar í áður sameignarými, fyrir áorðnum breytingum á þvottahúsi og geymslum í kjallara og uppfærðum teikningum af bílskúr og geymslu (matshluta 02) vegna gerðar eignaskiptayfirlýsingar á lóð nr. 39 við Laugateig.
Samþykki meðeigenda (á teikningu) fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
31. Laugavegur 20A, Nýr rekstraraðili + br. (01.171.503) Mál nr. BN030906
Serína ehf, Búlandi 8, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir núverandi innra skipulagi á 2. hæð þ.e. fyrir eldhúsi og breyttri starfsmannaaðstöðu ásamt leyfi fyrir lítilsháttar breytingu á væntanlegu eldhúsi á 1. hæð veitingastaðarins í húsi nr. 20A á lóð nr. 20-20A við Laugaveg.
Bréf vegna lökkunar klæðningar á 2. hæð m. eldvarnarlakki dags. 24. janúar 2005 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
32. Laugavegur 86-94, fjölgun íbúða o.fl. (01.174.330) Mál nr. BN030819
Ístak hf, Engjateigi 7, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga íbúðum í íbúða-, verslunar - og bílastæðahúsinu á lóðinni nr. 86-92 frá því sem samþykkt var 7. september 2004. Í stað 15 íbúða verði 31 íbúð í húsinu. Jafnframt verði byggingarmagn aukið og gerðar ýmsar smærri breytingar á fyrirkomulagi.
Erindinu fylgir skýrsla vegna brunahönnunar endurskoðuð 6. jan. 2005, umboð til handa Ístaki móttekið 20.jan. 2005. Málinu fylgir jafnframt tölvubréf bílastæðasjóðs dags. 31. janúar 2005.
Stærðir: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Með vísan til athugasemda forstöðumanns bílastæðasjóðs.
33. Lindargata 40, Niðurrif (01.152.505) Mál nr. BN030928
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 40 við Lindargötu.
Fastanr. 200-3331. mh. 01, matsnr. 200-3331 einbýlishús, stærð 86 ferm. mh. 02, matsnr. 200-3332 bílskúr 49 ferm.
Erindinu fylgir umsögn Árbæjarsafns dags. 27. janúar 2005.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
34. Lindargata 44A, Niðurrif (01.152.509) Mál nr. BN030929
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 44A við Lindargötu.
Fastanr. 200-3342, mh. 01, fastanr. 200-3342 og 200-3343, stærð 97,7 ferm.
Erindinu fylgir umsögn Árbæjarsafns dags. 27. janúar 2005.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
35. Lindargata 44B, Niðurrif (01.152.510) Mál nr. BN030927
Skipulagssjóður Reykjavborgar, Ráðhúsinu, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að rífa húsið á lóðinni nr. 44B við Lindargötu.
Fastanúmer 200-3344, mh. 01, stærð 101,7 ferm.
Erindinu fylgir umsögn Árbæjarsafns dags. 27. janúar 2005.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
36. Naustabryggja 21-29, breyting á skyggni yfir svölum (04.023.201) Mál nr. BN030890
Byggingarfélag Gylf/Gunnars ehf, Borgartúni 31, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fella niður skyggni yfir svölum frá millipalli 3. hæðar fjölbýlishúsa nr. 21 og 29 á lóð nr. 21-29 við Naustabryggju.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
37. Nethylur 3-3A, nr 3 viðbygging (04.232.602) Mál nr. BN030882
Ísold ehf, Nethyl 3-3a, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að fjölga gluggum á norðurhlið núverandi atvinnuhúss, byggja tveggja hæða viðbyggingu út límtré, klædda bárujárni, við norðausturhorn húss nr. 3 og fjölga um 17 bílastæði á lóð nr. 3-3A við Nethyl.
Stærð: Viðbygging xxx ferm. xxx rúmm.
Gjald kr. 5.700 + xxx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
38. Nýlendugata 10, stækkun á íbúðum (01.132.010) Mál nr. BN030412
Búafl ehf, Lækjarási 6, 210 Garðabær
Sótt er um leyfi fyrir breytingum á áður samþykktu (22. júní 2004) fjölbýlishúsi á lóðinni nr. 5 við Ægisgötu. Meðal breytinga er stækkun á íbúðum og minnkun á svölum, breyting á loftræsingu og fyrirkomulagi hljóðeinangrunar og niðurfelling vatnsúðakerfis í bílgeymslum.
Stækkun: Húsið var áður skráð svo:
Bílgeymsla 459,8 ferm. og 1235,7 rúmm. Íbúðarhús 970,3 ferm. og 2889,5 rúmm. Samtals 1430,1 ferm. og 4125,2 rúmm.
Skráning hússins verður nú:
Bílgeymsla 459,8 ferm. og 1235,7 rúmm. Íbúðarhús 1117,0 ferm. og 3310,9 rúmm. Samtals 1576,8 ferm. og 4546,6 rúmm.
Stækkun hússins er 146,7 ferm. og 421,4 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 22.756
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa.
39. Pósthússtræti 2, br. á vöruaðkomu og sorpg. (01.140.104) Mál nr. BN030904
Heimshótel ehf, Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta vöruaðkomu, aðstöðu vegna sorps, innra skipulagi kjallara og veitingasölu á 1. hæð hótelsins á lóð nr. 2 við Pósthússtræti.
Bréf hönnuðar dags. 25. janúar 2005, bré f.h. umsækjanda dags. 24. janúar 2005 og brunahönnun VSI endurskoðuð 16. desember 2004 fylgja erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa vegna veitingastaðar.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
40. Rafstöðvarvegur 31, viðb. og bílskúr (04.257.202) Mál nr. BN030307
Hjördís Hendriksdóttir, Rafstöðvarvegur 31, 110 Reykjavík
Margrét Arnljótsdóttir, Rafstöðvarvegur 31, 110 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að byggja viðbyggingu við austurhlið tvíbýlishússins ásamt leyfi til þess að byggja tvöfaldan steinsteyptan bílskúr með geymslukjallara undir hluta á norðausturhluta lóðar nr. 31 við Rafstöðavarveg.
Stærð: Viðbygging 63 ferm., 180 rúmm. Bílskúr (matshl. 02) 44,9 ferm., geymslukjallari 24,4 ferm., samtals 69,3 ferm., 211,7 rúmm.
Gjald kr. 5.400 + 5.400 + 22.327
Frestað.
Lagfæra skráningu.
41. Rauðalækur 25, þakgluggi, stigi að rishæð (01.341.204) Mál nr. BN030771
Jens Líndal Ellertsson, Rauðalækur 25, 105 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir leiðréttum uppdráttum, leyfi til þess að breyta stiga milli annarrar hæðar og rishæðar og leyfi til þess að koma fyrir þakglugga á suðurþekju hússins á lóðinni nr. 25 við Rauðalæk.
Ný skráningartafla fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
42. Skipasund 19, reyndarteikn. bílsk. (01.356.302) Mál nr. BN030756
Áskell Jónsson, Skipasund 19, 104 Reykjavík
Droplaug Pétursdóttir, Skipasund 19, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun bílskúrs ásamt fyrir þegar byggðum timburskúr við vesturhlið bílskúrsins á lóð nr. 19 við Skipasund.
Samþykki meðeiganda (á teikningu) og samþykki eigenda Skipasunds 17 dags. 26. október 2004 fylgja erindinu.
Stærð: Áður gerð stækkun bílskúrs 2,5 ferm., 6,8 rúmm., áður byggður timburskúr 4,7 ferm., 12 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.072
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Með vísan til samþykktar borgarráðs frá 1. september 1998 skal utanhúss- og lóðarfrágangi vera lokið eigi síðar en innan tveggja ára frá útgáfu byggingarleyfis að viðlögðum dagsektarákvæðum 57. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
43. Skipasund 83, niðurrif og endurb. bílskúrs (01.413.015) Mál nr. BN030826
Jón Júlíus Elíasson, Skipasund 83, 104 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður gerðri stækkun og breytingu geymsluskúrs í vinnustofu (matshluta 70) og leyfi til þess að rífa núverandi bílskúr (matshluta 71) og byggja annan stærri léttbyggðan bílskúr ásamt vinnustofu á norðurhorni lóðar nr. 83 við Skipasund.
Stærð: Áður gerð vinnustofa stækkun 17,5 ferm., 50,9 rúmm.
Niðurrif bílskúrs fastanúmer 202-0660 merking 71 0101 25,7 ferm., nýr bílskúr + vinnustofa samtals 41,6 ferm., 114,8 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 9.445
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
44. Skipholt 19, breyta skrifstofuhúsnæði í íbúðir (01.242.213) Mál nr. BN030912
Magnús Einarsson, Kristnibraut 75, 113 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi, koma fyrir svölum á suður- og austurhlið og breyta skrifstofuhúsnæði á annarri og þriðju hæð í sex séreignaríbúðir í húsinu nr. 19 við Skipholt.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
45. Skólastræti 1, br. 3. h. og sorpgeymsla. (01.170.210) Mál nr. BN030693
Skólastræti 1 ehf, Skólastræti 1, 101 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að lækka fellistiga á vesturhlið og koma fyrir fellistiga að þriðju hæð (rishæð) á norðurhlið, breyta baðherbergi á þriðju hæð, breyta útliti á norðurhlið kjallara og færa sorpgeymslu hússins (matshl. 01) á lóðinni nr. 1 við Skólastræti.
Umboð meðlóðarhafa dags. 10. janúar 2005 fylgir erindinu.
Bréf eldvarnahönnuðar dags. 14 desember 2004 fylgir erindinu.
Gjald kr. 5.400
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
46. Starengi 6, breytingar (02.384.002) Mál nr. BN030804
Starengi ehf, Mosarima 6, 112 Reykjavík
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi í matshluta 02 á lóðinni nr. 6 við Starengi. Í stað þriggja íbúða áður er nú sýnd ein íbúð í matshlutanum.
Í allt verða þá fjórar íbúðir á lóðinni í stað sex áður.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
Vísað til athugasemda eldvarnaeftirlits.
47. Suðurlandsbraut 2, fjölgun herbergja (01.261.101) Mál nr. BN030728
Fasteignafélagið Stoðir hf, Kringlunni 4-12, 103 Reykjavík
Sótt er um leyfi til að fjölga herbergjum á 4.-7. hæð Nordica hótels á lóðinni nr. 2 við Suðurlandsbraut um eitt herbergi á hverri hæð. Eftir fjölgunina verða samtals 252 gistiherbergi í hótelinu.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Áskilin lokaúttekt byggingarfulltrúa. Áskilið samþykki heilbrigðiseftirlits.
48. Suðurlandsbraut 8, reyndarteikning mhl. 04 (01.262.103) Mál nr. BN030881
Heimiliskaup ehf, Ármúla 30, 108 Reykjavík
Sótt er um samþykki fyrir áður byggðu geymsluskýli (mhl. 04) úr timbri á lóðinni nr. 8 við Suðurlandsbraut.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Gögn ótæk.
49. Þjóðhildarstígur 2-6, leiðr. á hámarks gestafjölda (04.112.201) Mál nr. BN030897
Gullhamrar ehf, Þóðhildarstíg 2-6, 113 Reykjavík
Sótt er um leiðréttingu á hámarks gestafjölda veitingastaðar á hluta 1. hæðar og á 2. hæð atvinnuhússins á lóð nr. 2-6 við Þjóðhildarstíg.
Gjald kr. 5.700
Frestað.
50. Þorláksgeisli 116, breytingar (04.135.802) Mál nr. BN030911
Hróðmar Helgason, Svíþjóð,
Yrsa Björt Löve, Svíþjóð,
Sótt er um leyfi til þess að breyta innra fyrirkomulagi á báðum hæðum, breyta útliti á suður- og austurhlið og taka í notkun aflokað sökkulrými undir bílgeymslu hússins á lóðinni nr. 116 við Þorláksgeisla.
Stærð: Stækkun íbúðar í aflokað rými xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
51. Þorláksgeisli 82-86, 86 - aðskilið bl., stækkun + gl. (04.135.601) Mál nr. BN030800
Haukur Bjarnason, Þorláksgeisli 86, 113 Reykjavík
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi vegna meistaraskipta, leyfi til þess að setja glugga á austurhlið 1. hæðar og stækka kjallara í sökkulrými undir bílgeymslu raðhúss nr. 86 á lóð nr. 82-86 við Þorláksgeisla.
Samþykki meðlóðarhafa ódags. fylgir erindinu.
Stærð: Stækkun kjallara 8,3 ferm., 22,9 rúmm.
Gjald kr. 5.700 + 1.305
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
52. Þorláksgeisli 88-92, 90 - aðskilið bl v/meistaraskipta (04.135.602) Mál nr. BN030822
Elías Elíasson, Hæðarbyggð 20, 210 Garðabær
Sótt er um aðskilið byggingarleyfi vegna meistaraskipta fyrir hús nr. 90 á lóð nr. 88-92 við Þorláksgeisla.
Gjald kr. 5.700
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Frágangur á lóðamörkum verði gerður í samráði við lóðarhafa aðliggjandi lóða.
53. Þorláksgeisli 9, fjölbýlishús m.20 íbúðum (05.136.201) Mál nr. BN030768
JB Byggingafélag ehf, Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
Sótt er um leyfi til þess að byggja steinsteypt fjölbýlishús á fjórum hæðum með tuttugu íbúðum á lóðinni nr. 9 við Þorláksgeisla.
Stærð: xx
Gjald kr. 5.700 + xx
Frestað.
Vísað til athugasemda á umsóknarblaði.
Ýmis mál
54. Bæjarflöt 1-3, niðurrif (02.576.001) Mál nr. BN030772
SORPA bs, Vesturlandsv Gufunesi, 112 Reykjavík
Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 11. janúar s.l., var samþykkt umsókn SORPU bs þar sem sótt var um leyfi, með bréfi Arkþings dags. 4. janúar 2005, f.h. Sorpu bs. til þess að fjarlægja öll mannvirki á lóðinni nr. 1-3 við Bæjarflöt. Um er að ræða girðingu, hleðslubryggju og varðskýli sem allt verður flutt burt í geymslu.
Varðskýli fastanúmer 2201-5186, mh. 01, stærð 21,8 ferm.
Í bókun misritaðist að um væri að ræða lóðina nr. 1-3 við Bæjarháls, á að vera Bæjarflöt 1-3 og fastanúmer var bókað 2201-5186 en á að vera 221-5186.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
55. Lin29-33Vat13-21Skú12, breyting á lóðamörkum (01.152.203) Mál nr. BN030930
Lögð fram tillaga mælingadeildar verkfræðistofu, dags. 31. janúar 2005, að breytingu á lóðarmörkum Lindargötu 29-33, Vatnsstíg 13-21 og Skúlagötu 12, Lindargötu 27 og leiksvæði, samkvæmt meðfylgjandi uppdrætti dags. 31. janúar 2005.
Lindargata 27 (stgr. 1.152.208):
Lóðin er 310 ferm., sbr. samþykkt byggingarnefndar 29. september 1988. Bætt við lóðina úr lóðinni Lindargata 29-33, Vatnsstíg 13-21 og Skúlagata 12, 577 ferm.
Bætt við lóðina úr leiksvæði (stgr. 1.152.215) 177 ferm.
Lóðin verður 1064 ferm., og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Lindargata 29-33, Vatnssígur 13-21 og Skúlagata 12 (stgr. 1.152.203):
Lóðin er 5700 ferm. Tekið af lóðinni og bætt við Lindargötu 27, 577 ferm. Lóðin verður 5123 ferm., og verður skráð samkvæmt ákvörðun byggingarfulltrúa.
Leiksvæði (stgr. 1.152.215):
Lóðin er 1333 ferm., sbr. mæliblað útgefið 18. desember 1989. Tekið undir Lindargötu27, 177 ferm. Lóðin var minnkuð sbr. samþykkt afgreiðslufundar byggingarfulltrúa 24. júní 2003, 9 ferm. Lóðin verður 1047 ferm.
Sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 7. apríl 2004 og samþykkt borgarráðs 13. apríl 2004.
Sjá ennfremur samþykkt skipulagsráðs 12. janúar 2005.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
56. Lindargata 46, Tölusetning (01.152.511) Mál nr. BN030931
Byggingarfulltrúi leggur til að lóð stúdentagarða við Lindargötu verði skráð svo:
Lóð með staðgreini 1.152.521 verði Lindargata 46 og 46A, stærð lóðar 1794 ferm.
Samþykkt.
Samræmist ákvæðum laga nr. 73/1997.
Fyrirspurnir
57. Ánanaust 3/ Vesturgata 64 og 66/ Seljavegur, (fsp) íbúðir fyrir eldri borgara
(01.130.112)Mál nr. BN030781
Sveinbjörn Sigurðsson ehf, Smiðshöfða 7, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja 153 íbúðir fyrir aldraða á lóðunum nr. 3 við Ánanaust, nr. 64 og 66 við Vesturgötu og Vesturgata/Seljav., Þar af 34 #GLöryggis- og ummönnunaríbúðir.#GL Jafnframt yrðu byggð bílgeymlsa fyrir 240 bíla neðanjarðar og um 3500 ferm. þjónusturými. Húsið yrði sjö hæðir að Ánanaustum, fimm til sjö hæðir að Vesturgötu, fimm hæðir að Seljavegi, en auk þess yrði hluti hússins á horni Ánanausta og Vesturgötu átta hæðir.Heildarbyggingarmagn yrði um 28.000 ferm., þar af bílgeymsla um 7.400 ferm.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa dags. 31. janúar 2005 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu hefur verð vísað í deiliskipulagsvinnu sbr. útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa.
58. Barðastaðir 67, (fsp) stækkun kjallara ofl. (02.404.304) Mál nr. BN030831
Geir Sigurðsson, Engihjalli 9, 200 Kópavogur
Spurt er hvort leyft yrði að stækka kjallara neðanjarðar til suðvesturs um 55,7 ferm., breikka þakbrúnir um 20 sm út fyrir byggingarreit í suðvestur og norðaustur og hækka um 64 sm turnþök einbýlishússins á lóð nr. 67 við Barðastaði.
Bréf v. aðalhönnuðarskipta dags. 9. desember og bréf nýs hönnuar dags. 13. janúar 2004 fylgja erindinu.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Nema hækkun turnþaka sbr. útskrift úr gerðabók skipulagsfulltrúa.
59. Bíldshöfði 9, (fsp) breytt notkun (04.062.001) Mál nr. BN030913
Bílanaust hf, Borgartúni 26, 105 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta iðnaðarhúsi á lóðinni nr. 9 við Bíldshöfða í verslun og vörugeymslu.
Jafnframt er spurt (a) hvort skilyrði yrðu sett fyrir veitingu byggingarleyfis, (b) hvaða hönnunargögn skulu fylgja byggingarleyfisumsókn og (c) hvort leyft yrði að merkja húsið með skiltum eins og sýnt er á meðfylgjandi uppdráttum.
Bréf samræmingarhönnuðar dags. 25. janúar 2005 fylgir erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
60. Frakkastígur 16, (fsp) breyta í 5 íbúðir (01.182.125) Mál nr. BN030898
BM verktakar ehf, Vesturlbr Fífilbrekku, 110 Reykjavík
Sveinn Hrólfsson, Óstaðsettir í hús, 220 Hafnarfjörður
Spurt er hvort leyft yrði að dýpka kjallara, útbúa fimm séreignaríbúðir og byggja viðbyggingu að vesturhlið hússins nr. 16 við Frakkastíg.
Húsið er matshluti 03 á lóðinni nr. 23 við Njálsgötu.
Samkvæmt samþykktum teikningum er verslun á fyrstu hæð hússins en íbúð á efri hæðum.
Frestað.
Málið er í biðstöðu eftir grenndarkynningu þar sem mótmælt er stigahúsi á vesturlóðamörkum.
61. Gnoðarvogur 44-46, (fsp) setja grill í sjoppuna (01.444.101) Mál nr. BN030907
Magnea Ingólfsdóttir, Öldugrandi 9, 107 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að setja upp grill í núverandi sjoppu í norðausturenda húss nr. 46 á lóð nr. 44-46 við Gnoðavog.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
62. Háagerði 11, (fsp) br. á gl. og hurð (01.815.206) Mál nr. BN030877
Áslaug Sturlaugsdóttir, Háagerði 11, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að breyta glugga í borðstofu í glugga og hurð og loka dyrum sem nú eru á stofu 1. hæðar íbúðarhússins á lóð nr. 11 við Háagerði.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
63. Hlaðhamrar 13-17, (fsp) stækkun út frá stofu (02.295.302) Mál nr. BN030798
Guðbjörg Jóna Tómasdóttir, Hlaðhamrar 15, 112 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu fimm metra út frá núverandi suðurhlið húsanna nr. 13-17 á raðhúsalóðinni nr. 13-17 við Hlaðhamra.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum, enda vinni fyrirspyrjandi tillögu að breytingu á deiliskiulagi í samvinnu við skipulagsfulltrúa sem grenndarkynnt verður.
64. Holtsgata 1, (fsp) íb. á 2.h og í risi (01.134.609) Mál nr. BN030827
Holtsgata 1ehf, Stórhöfða 15, 110 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að skipta íbúð á annarri hæð og rishæð í tvær íbúðir í húsinu nr. 1 við Holtsgötu.
Fyrirhugað er að útbúa svalir á báðum hæðunum, geymslur og þvottaaðstaða yrðu í kjallara hússins.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags. 29. desember 2004 fylgir erindinu.
Sjá einnig erindi 28630.
Útskrift úr gerðabók embættisafgeiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005 fylgir erindinu.
Frestað.
Skoðist á milli funda.
65. Hólmsland, (fsp) sumarhús (08.2--.-99) Mál nr. BN030033
Sigurlína Konráðsdóttir, Hraunbraut 18, 200 Kópavogur
Ofanrituð spyr hvort leyft yrði að reisa nýtt sumahús í stað eldra húss frá 1943. Á lóðinni er jafnframt sumarhús frá 1998 og 5 ferm. geymsluhús. Óvíst er um stærð húss frá 1998.
Jafnframt lagt fram svarbréf fyrirspyrjanda dags. 3. september 2004.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 27. janúar 2005 fylgja erindinu.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar umhverfissviðs.
66. Hvassaleiti 18-22, (fsp) br. hluta kj. í íb. (01.722.203) Mál nr. BN030905
Hvassaleiti 18,húsfélag, Hvassaleiti 18, 103 Reykjavík
Viðar Sýrusson, Hvassaleiti 18, 103 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að innrétta íbúð í hluta kjallara húss nr. 18 á lóð nr. 18-22 við Hvassaleiti.
Nei.
Ekki er leyft að gera nýja íbúð í kjallara sbr. grein 96.1 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
67. Klapparstígur 31, (fsp) stigahús m.lyftu ofl. (01.172.014) Mál nr. BN030910
101 arkitektar ehf, Laugavegi 59, 101 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að byggja stigahús með lyftu fyrir hús nr. 29 og 31 við Klapparstíg og nr. 23 við Laugaveg á óbyggðum hluta lóðar nr. 31 við Klapparstíg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
68. Langholtsvegur 27, (fsp) hækka þak (01.357.011) Mál nr. BN030914
Jón Ingi Friðriksson, Langholtsvegur 27, 104 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að hækka þak með tveimur kvistum á hvorri hlið og svölum á suðurhlið tvíbýlishússins á lóð nr. 27 við Langholtsveg.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
69. Síðumúli 7-9, (fsp) viðbygging (01.292.105) Mál nr. BN030876
Þyrill ehf,Reykjavík, Árskógi, 270 Mosfellsbær
Spurt er hvort leyft yrði að byggja viðbyggingu fyrir vörumóttöku og vörugeymslu í kjallara og á 1. hæð á lóð nr. 7-9 við Síðumúla.
Frestað.
Málinu vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa.
70. Vesturgata 4, (fsp) íbúðir, kjallara og 1. hæð (01.132.107) Mál nr. BN030903
Risi ehf, Efstakoti 4, 225 Bessastaðir
Spurt er hvort leyft yrði að breyta atvinnuhúsnæði í kjallara og á fyrstu hæð hússins nr. 1 við Grófina á lóðinni nr. 4 við Vesturgötu. í tvær íbúðir í samræmi við meðfylgjandi teikningar.
Nei.
Samræmist ekki ákvæðum byggingarreglugerðar.
71. Vífilsgata 2, (fsp) íbúð í kjallara (01.243.401) Mál nr. BN030849
Eydís Guðrún Sigurðardóttir, Dalsbyggð 12, 210 Garðabær
Spurt er hvort samþykki fengist fyrir íbúð í kjallara hússins á lóðinni nr. 2 við Vífilsgötu.
Kjallaraíbúð í húsi nr. 4 var samþykkt 8. desember 1998.
Skoðunarskýrsla byggingarfulltrúa dags.20. janúar 2005 fylgir erindinu.
Virðingargjörð dags. 21. júlí 1937 fylgir erindinu.
Nei.
Ekki er leyft að gera nýja íbúð í kjallara sbr. grein 96.1 í byggingarreglugerð nr. 441/1998.
72. Þingholtsstræti 3, (fsp) nýbygging hótel m 29 herb. (01.170.304) Mál nr. BN030860
Eik fasteignafélag hf, Suðurlandsbraut 22, 108 Reykjavík
Spurt er hvort leyft yrði að reisa hótelbyggingu með 29 gistihegbergjum á lóðinni nr. 3 við Þingholtsstræti. Byggingin yrði úr steinsteypu og e.t.v. tengd Þingholtssræti nr. 5 þannig að innangengt yrði milli húsa.
Útskrift úr gerðabók embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa frá 28. janúar 2005 fylgir erindinu.
Jákvætt.
Að uppfylltum skilyrðum enda verði sótt um byggingarleyfi.
Fundi slitið kl. 13:00.
Magnús Sædal Svavarsson Bjarni Þór Jónsson
Þórður Búason Helga Guðmundsdóttir
Sigurður Pálmi Ásbergsson Sigríður Kristín Þórisdóttir