Forsætisnefnd - Fundur nr. 36

Forsætisnefnd

FORSÆTISNEFND

Árið 2006, fimmtudaginn 2. mars var haldinn 36. fundur ar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.40. Viðstaddir voru Alfreð Þorsteinsson, Stefán Jón Hafstein, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Ólafur F. Magnússon og Gunnar Eydal, sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 7. mars.
Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrána sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til 2. tl. 2. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

a) Tillaga um list í opinberu rými og friðarsúla Yoko Ono (að ósk Reykjavíkurlista)
b) Umræða um málefni Hlíðahverfis (að ósk allra lista)
c) Umræða um umferðarskipulag nýs hverfis í Úlfarsárdal (að ósk Sjálfstæðisflokks)

2. Lagt fram yfirlit móttökufulltrúa yfir umsóknir um opinberar móttökur, dags. í dag.
Mál 2 og 3 hafa þegar verið afgreidd af skrifstofustjóra borgarstjórnar.
Lið 1 frestað, ósk um greiðslu kostnaðar vegna móttöku Félags verkfræðinema í HR.

3. Fundarsköp borgarstjórnar.
Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi skýringar við ákvæði samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 638/2001 um andsvar.

Fundi slitið kl. 13.00

Alfreð Þorsteinsson
Stefán Jón Hafstein