Forsætisnefnd
Ár 2026, föstudaginn 16. janúar, var haldinn 369. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:01. Viðstaddar voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba og Helga Þórðardóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar, áheyrnarfulltrúar og starfsmenn tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dís Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Ívar Vincent Smárason og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. janúar 2026. MSS26010032
- Kl. 10:03 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
- Kl. 10:05 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
a) Umræða um skýrslu nefndar um heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins (upptökuheimili barna) 1974-1979.
b) Tillaga borgarstjórnar um ókeypis geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu fyrir vöggustofubörn
c) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um matvöruverslun á Bauhaus-reit
d) Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um uppbyggingu félagslegs húsnæðis
e) Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um skoðanakönnun á meðal íbúa um bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar
f) Umræða um stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
g) Umræða um íbúalýðræði í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins)
h) Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hverfislögreglustöð í Breiðholti
i) Umræða um nýtt deiliskipulag við Holtsgötu 10-12 og Brekkustíg 16 (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins)
j) Umræða um öryggismál á skiptistöðinni í Mjódd (að beiðni Sjálfstæðisflokksins) -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. janúar 2025, varðandi breytingu á áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd. MSS22060040
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. nóvember 2025, varðandi kosningu skrifara borgarstjórnar. MSS22060040
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um túlkaþjónustu. MSS25100052
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar samstarfsflokkanna í forsætisnefnd telja mikilvægt að þeir sem eru kjörnir til starfa fyrir Reykjavíkurborg geti tekið þátt í störfum borgarinnar. Þar gæti þurft að huga að ýmsum þáttum líkt og túlkun og þýðingu á fundum borgarinnar.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir góðar umræður um túlkun gagna á fundum borgarstjórnar. Þótt mikilvægt sé að kjörnir fulltrúar skilji efni funda, er rétt að árétta að íslenska er opinbert mál á Íslandi, þjóðtunga Íslendinga og sameiginlegt mál allra landsmanna, samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls frá árinu 2011. Nauðsynlegt er að gera skýran greinarmun á táknmálstúlkun annars vegar og almennri tungumálatúlkun hins vegar, en hið síðarnefnda getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegan og verulegan kostnað. Í því samhengi má velta fyrir sér hvort fjármunum væri ekki betur varið í íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna, til að efla þátttöku þess í íslensku samfélagi til lengri tíma litið. Jafnframt er tekið fram að tungumálatúlkun getur verið mikilvæg við sérstakar aðstæður, svo sem á einstaka fundum með íbúum af erlendum uppruna, og hið sama kann að gilda um áheyrnarfulltrúa sem ekki tala íslensku. Allir sem búsettir eru hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku. Ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skulu sjá til þess að hún sé notuð
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:49
Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba
Helga Þórðardóttir Marta Guðjónsdóttir
Magnea Gná Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 16.1.2026 - Prentvæn útgáfa