Forsætisnefnd - Fundur nr. 369

Forsætisnefnd

Ár 2026, föstudaginn 16. janúar, var haldinn 369. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:01. Viðstaddar voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba og Helga Þórðardóttir. Eftirtalinn áheyrnarfulltrúi tók sæti á fundinum: Stefán Pálsson. Eftirtaldir fulltrúar, áheyrnarfulltrúar og starfsmenn tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dís Sigurgeirsdóttir, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Ívar Vincent Smárason og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 20. janúar 2026. MSS26010032

    -    Kl. 10:03 tekur Alexandra Briem sæti á fundinum.
    -    Kl. 10:05 tekur Magnea Gná Jóhannsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:

    a)    Umræða um skýrslu nefndar um heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins (upptökuheimili barna) 1974-1979.
    b)    Tillaga borgarstjórnar um ókeypis geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu fyrir vöggustofubörn
    c)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um matvöruverslun á Bauhaus-reit
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands, Flokks fólksins og Vinstri grænna um uppbyggingu félagslegs húsnæðis
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um skoðanakönnun á meðal íbúa um bíla- og hjólastæðastefnu Reykjavíkurborgar
    f)    Umræða um stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    g)    Umræða um íbúalýðræði í Reykjavík (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins)
    h)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hverfislögreglustöð í Breiðholti
    i)    Umræða um nýtt deiliskipulag við Holtsgötu 10-12 og Brekkustíg 16 (að beiðni borgarfulltrúa Framsóknarflokksins)
    j)    Umræða um öryggismál á skiptistöðinni í Mjódd (að beiðni Sjálfstæðisflokksins) 

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. janúar 2025, varðandi breytingu á áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd. MSS22060040

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. nóvember 2025, varðandi kosningu skrifara borgarstjórnar. MSS22060040

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um túlkaþjónustu. MSS25100052

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar samstarfsflokkanna í forsætisnefnd telja mikilvægt að þeir sem eru kjörnir til starfa fyrir Reykjavíkurborg geti tekið þátt í störfum borgarinnar. Þar gæti þurft að huga að ýmsum þáttum líkt og túlkun og þýðingu á fundum borgarinnar.

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir góðar umræður um túlkun gagna á fundum borgarstjórnar. Þótt mikilvægt sé að kjörnir fulltrúar skilji efni funda, er rétt að árétta að íslenska er opinbert mál á Íslandi, þjóðtunga Íslendinga og sameiginlegt mál allra landsmanna, samkvæmt lögum um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls frá árinu 2011. Nauðsynlegt er að gera skýran greinarmun á táknmálstúlkun annars vegar og almennri tungumálatúlkun hins vegar, en hið síðarnefnda getur haft í för með sér ófyrirsjáanlegan og verulegan kostnað. Í því samhengi má velta fyrir sér hvort fjármunum væri ekki betur varið í íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna, til að efla þátttöku þess í íslensku samfélagi til lengri tíma litið. Jafnframt er tekið fram að tungumálatúlkun getur verið mikilvæg við sérstakar aðstæður, svo sem á einstaka fundum með íbúum af erlendum uppruna, og hið sama kann að gilda um áheyrnarfulltrúa sem ekki tala íslensku. Allir sem búsettir eru hér á landi skulu eiga þess kost að læra og nota íslensku. Ríki og sveitarfélög bera ábyrgð á að varðveita og efla íslenska tungu og skulu sjá til þess að hún sé notuð
     

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:49

Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba

Helga Þórðardóttir Marta Guðjónsdóttir

Magnea Gná Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Forsætisnefnd 16.1.2026 - Prentvæn útgáfa