Forsætisnefnd - Fundur nr. 368

Forsætisnefnd

Ár 2026, föstudaginn 9. janúar var haldinn 368. fundur forsætisnefndar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:05. Viðstödd voru Sanna Magdalena Mörtudóttir, Guðný Maja Riba, Helga Þórðardóttir og Marta Guðjónsdóttir. Eftirtaldir áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum: Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir og Magnea Gná Jóhannsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn og embættismenn sátu fundinn: Dís Sigurgeirsdóttir og Ólöf Magnúsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram drög að dagskrá fundar borgarstjórnar 13. janúar 2026.
    Forsætisnefnd óskar eftir að eftirtalin mál verði tekin á dagskrá sem sérstakir dagskrárliðir með vísan til samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar:
    a)    Umræða um aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í jafnréttis- og mannréttindamálum – 2023-2026, sbr. 4. lið fundargerðar forsætisnefndar frá 9. janúar 2026
    b)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fella úr Aðalskipulagi Reykjavíkur framlengingu Hallsvegar að Vesturlandsvegi
    c)    Aðgerðaáætlun lýðheilsustefnu 2026-2028, sbr. 12. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. janúar 2026
    d)    Tillaga borgarfulltrúa Framsóknarflokksins um aðgerðir til að bregðast við fáliðun í leikskólum Reykjavíkurborgar
    e)    Tillaga borgarfulltrúa Viðreisnar um skipun óháðra fulltrúa í stjórnir fyrirtækja borgarinnar
    f)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um matvöruverslun á Bauhaus-reit
    g)    Umræða um stöðu húsnæðismála skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs (að beiðni borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins)
    h)    Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hverfislögreglustöð í Breiðholti
    i)    Umræða um öryggismál á skiptistöðinni í Mjódd (að beiðni Sjálfstæðisflokksins)

    -    Kl. 10:14 tekur Magnús Davíð Norðdahl sæti á fundinum með rafrænum hætti. MSS25010046

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. janúar 2026, varðandi fjárframlag Reykjavíkurborgar til stjórnmálasamtaka fyrri hluta árs 2026, ásamt fylgiskjölum. MSS22060123

    Fylgigögn

  3. Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 10. desember 2025, varðandi viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, sbr. 19. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. desember 2025.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS23010279

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 28. nóvember 2025, varðandi stöðu aðgerðaáætlunar í jafnréttis- og mannréttindamálum 2023-2026.
    Vísað til borgarstjórnar. MSS23010102

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. desember 2025, varðandi kosningu skrifara. MSS22060040

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. desember 2025, varðandi endurkomu Magnúsar Davíðs Norðdahl úr veikindaleyfi. MSS2503015

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. desember 2025, varðandi tilkynningu um að Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi af P-lista Pírata hafi gengið til liðs við Samfylkinguna. MSS26010051

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. desember 2025, varðandi breytingu á formennsku í borgarstjórnarflokki Pírata. MSS25120148

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. nóvember 2025, varðandi kosningu Helgu Þórðardóttur sem 3. varaforseta borgarstjórnar. MSS22060040

    Fylgigögn

  10. Fram fer umræða um útvistun og keðjuábyrgð út frá sjónarhorni félagsmanna Eflingar í tengslum við reglulegt samtal forsætisnefndar og verkalýðshreyfingarinnar.

    -    Kl. 11:07 víkur Líf Magneudóttir af fundi.

    Sólveig Anna Jónsdóttir, Viðar Þorsteinsson og Andrea Helgadóttir  taka sæti á fundinum undir þessum lið. Sabine Leskopf tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS25030107

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins ásamt áheyrnarfulltrúum Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar samstarfsflokkanna í forsætisnefnd lýsa áhyggjum af þróun ræstingastarfa þar sem aukin áhersla á afköst og verðsamkeppni hefur leitt til hærri vinnuhraða og aukins álags á starfsfólk, með slæmum áhrifum á aðbúnað og heilsu. Fulltrúarnir telja mikilvægt að opinber útboð styðji við raunhæf og sjálfbær vinnuskilyrði og að ekki sé skapaður hvati til óraunhæfra tilboða sem byggja á óhóflegu vinnuálagi. Fulltrúar samstarfsflokkana í forsætisnefnd telja að Reykjavíkurborg eigi að taka forystu í ábyrgum opinberum innkaupum og endurskoða útvistun í ræstingu til þess að stuðla að betri vinnuskilyrðum fyrir starfsfólk. Í því skyni má líta til ýmissa þátta líkt og uppmælingar og innvistunar.
     

    Fylgigögn

  11. Lögð fram skýrsla um niðurstöður borgaraþings sem fram fór 6. september 2025, dags. október 2025.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS25010177

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. desember 2025, varðandi tilkynningu um að Magnús Davíð Norðdahl taki sæti áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd. MSS22060040

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. desember 2025, varðandi tilkynningu um að Stefán Pálsson taki sæti áheyrnarfulltrúa í forsætisnefnd. MSS22060040

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga Sjálfstæðisflokksins:

    Forsætisnefnd samþykkir í ljósi góðrar reynslu af tímabundnu hálfs árs tilraunaverkefni með óundirbúnar fyrirspurnir á borgarstjórnarfundum á síðasta kjörtímabili verði þær teknar upp aftur með sama fyrirkomulagi og var á tilraunatímabilinu og verði 1. liður á dagskrá borgarstjórnarfunda. Gert verði ráð fyrir að hálftími verði tekinn undir þennan dagskrárlið og að á hverjum fundi verði gert ráð fyrir fimm fyrirspurnum og að jafnaði verði þeim beint til borgarstjóra en heimilt verður einnig að beina fyrirspurnum til borgarfulltrúa ef svo ber undir. Samþykktum borgarstjórnar verði breytt til samræmis við það. Samþykkt þessi taki gildi sem fyrst.

    Greinargerð fylgir tillögunni. MSS26010083
    Frestað.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 12:05

Sanna Magdalena Mörtudottir Guðný Maja Riba

Helga Þórðardóttir Magnea Gná Jóhannsdóttir

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð forsætisnefndar 09.01.2026 - Prentvæn útgáfa